fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Dagur 154 ár 5 (dagur 1979, færzla nr. 819):

Á þessum degi fyrir 64 árum var ekki þoka í Hiroshima. Ef svo hefði verið, þá myndu allir eftir núna annars óþekktri borg sem heitir Kokura. Þremur dögum seinna var svo þoka í Kokura. Heppnir andskotar.

Jæja... ég sagði í gær að ég myndi kannski nefna dæmi um andstyggilega hluti sem birtast í teiknimyndum.

Hvar á maður að byrja?

Við þurfum ekkert að spá í af hverju japanskar teiknimyndapersónur eru með grænt hár. Það er vegna þess að þær eru geislavirkar. Þess vegna eru líka fígúrurnar í The Simpsons með blátt hár. Allt mr. Burns að kenna. Við vitum þetta, það er ljóst.

Eins og í Simpsons þá eru aðalpersónurnar sjaldnast dýr, þó það geti komið fyrir, og eins og í Simpsons getur húmorinn verið svolítið súr.

En allt fellur í skuggann af áhrifum menningarmunar. Miðaldir eru nefnilega nær þeim í tíma en hér... Það tíðkast enn meðal ríkari og voldugri ætta í Japan að ákveða hverjum afkvæmin mega giftast. Þetta var mjög algengt fyrir heimstyrrjöld, en er að hverfa. Eins og allt annað þá er þetta of nálægt í tíma, og elstu menn muna enn þá tíð bara ágætlega. Það er plottið í Ranma 1/2. Og sá þáttur gerist að því er virðist upp úr 1990.

Á sama hátt virðist vera allt í lagi fyrir frændfólk að ganga í hjónaband. Sem er fyrirbæri sem kemur sterkt inn í Maria sama ga miteru, þar sem ein aðalpersónan lendir í því að ættingjar hennar ákveða upp á sitt einsdæmi að hún eigi bara að giftast frænda sínum. Hún kærir sig ekki um það, en samt ekki af *augljósum* ástæðum. Það er hægt að fara með langt mál um allt sem er rangt við Maria sama ga miteru, þetta atriði er ekki það versta. Og hér erum við að tala um þátt þar sem Tokyo er ekki rústað með reglulegu millibili.

Og það versnar. Maður þarf ekkert að horfa of lengi á Rozen Maiden til að sjá að það vantar nokkrar blaðsíður í Nori. Horfið bara, ég er ekkert í stuði til að útskýra þetta neitt frekar. Sami hlutur er í gangi með systur einnar aðalpersónunnar í Kujibiki Unbalance. Nema bara enn ýktara, því það á að vera fyndið. Nori á bara að vera krípí. Vona ég.

Það þarf heldur ekkert að horfa á neitt rosalega marga þætti til þess að koma auga á klæðskifting. Tökum þetta bara í stafrófsröð: Aðalpersónan í 3X3 eyes vinnur á hommabar. Giskið þrisvar hvernig vinnufötin eru.
Einn af aðalkarakterunum í Genshiken tekur sig til einu sinni og dubbar sig upp sem karakter úr Kujibiki Unbalance. (Já, ég er með link inn á þá teiknimynd líka. Ég veit.)
Integra Hellsing í Hellsing gengur um þannig. (Það eru mjög kinky þættir, þó maður geti aldrei sett fingurinn alveg nákvæmlega á af hverju...)
Aðal illmennið í Maria+holic er mjög sannfærandi.
Það kemur að því á endanum að það er klæðskiftingur í Maramite, en ekki fyrr en eftir langan tíma. Og nei, það er ekki þessi sem lítur út eins og karlmaður.
Aðalpersónan í Mnemosyne er ekki mjög kvenlega klædd. En hún er líka alveg þveröfug.
Monster. Einn raunsæasti þáttur sem japanir hafa gert. Nema ein persónan, sem hefur ofurkrafta, svona svipað og Kalli kanína.
Það er plottið í Otome wa boku ni koishiteru. Betra en það hljómar samt.
Ranma gæti talist með... stundum. En það er flókið.
Rozen Maiden er líka erfitt dæmi, vegna þess að meirihlutinn af persónunum eru göldróttar þjóðbúningadúkkur.

Þetta er ekkert tæmandi listi, og bara af því sem ég hef séð. Má vera að ég hafi gleymt einhverju.



Það er hættilegt að vera japönsk skólastelpa.

Meira af klæðaburði: mér er ekki ljóst af hverju 90% af öllu stelpur í anime er í þessum Andrésara Andar peysum. Þið vitið: ferkantaður, röndóttur kragi. Þetta er einhver perversjón sem ég skil ekki. Það tekur styttri tíma að telja upp undantekningarnar: School Days, Genshiken & Serial Experiments Lain. Og drengir líta allir út eins og Neo í Matrix. Með sömu undantekningum.

Og svo er þetta.

Enn eitt sem birtist ágætlega oft - samt eingöngu í minna alvarlegum þáttum, er Dating Sim. Það eru tölvuleikir sem eru vinsælir í Japan. Hvergi annarsstaðar mér vitanlega. (Minna er vitað um hinn dularfulla katta-pyntinga simulator, en orðrómur er uppi að hann sé hægt að nálgast leiti maður að honum með vissum indverskum leitarvélum.)

Hvað um það, þessi týpa af tölvuleik er nógu vel þekkt til að hægt sé að vitna í hana og allir fatti brandarann. School Days er byggt á einum svona. Eina ástæðan til að horfa á þetta er að þetta er eins og Grískur harmleikur.

Þetta stöff einfaldlega gengur ekki upp á vesturlöndum, því við höfum óslökkvandi þörf til að sprengja, drepa og eyðileggja, ólíkt þessum furðulegu asíumönnum sem hafa einhverja aðra tendensa sem við skiljum bara ekki.

Jú jú, það er nóg af pyntingum, það vantar ekki.

Hvar byrjar maður? Ja... Mnemosyne hefur lesbíur vafðar inn í gaddavír. Margar. Alveg hrúga. Bókstaflega. Horfið bara. Svo er aðalpersónan ódrepandi - svo það er hægt endalaust að búta hana niður henni að meinalausu. Svo það er gert nokkrum sinnum.
Það er ekkert hægt að tala um pyntingar án þess að nefna Higurashi no nako koro ni. Sú sería hefur græju til að fjarlægja neglur. Það er ekkert þægilegt að horfa á það atriði.

Akkúrat á hinum endanum í vitleysunni er Lucky Star. Fyrsti þátturinn í heild sinni fjallaði um á hvaða enda best bæri að byrja að borða vínarbrauð. Rökstutt.

Einu sinni voru Samúræjar í japan. Svo þeir fá sinn referens eins og allt annað.

ég er með mynd:



Gundam. Lítur út svipað og samúræji, ekki satt? Með þessi horn á hausnum.

Þetta kvikyndi er svo aftur úr Mobile Suit Gundam, sem stelur alveg helling úr Flash Gordon. Til samanburðar: Mobile Suit Gundam. Mobile suit gundam er bara Flash Gordon með vélmennum. Og engum Ming... skiljanlega.

En þetta er ekkert endilega í hverjum einasta þætti af einu eða neinu. Það er vel hægt að finna af handahófi anim seríu sem er ekki með hrúgu af lesbíum vöfðum inn í gaddavír, Samúræja vélmennum, skólastelpum að spá í hvernig best sé að borða snúð, Dating sim, klæðskiftingu eða sifjaspellum.

En það er algengt. Aðeins of, kannski. En það er eitt sem kemur alltaf, og það er engin leið að losna við:

Karíókí!

Meira um það seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli