þriðjudagur, ágúst 11, 2009

Dagur 159 ár 5 (dagur 1984, færzla nr. 821):

Teiknimyndir eru ekki miðill sem dregur að sér mikið af alvarlegu efni, og langflestar eru eðli málsins samkvæmt barnaefni. Þetta er algilt, hvar sem er. Örfáar höfða samt til eldri hóps - Plague Dogs, Watership Down, Secret of NIMH (Lóa & leyndarmálið) eru nokkur dæmi. Góð dæmi meira að segja. Þið eruð að missa af einhverju ef þið hafið ekki séð þessar sem ég taldi upp. Bætum Felidae við - það er sci-fi/serial killer kvikmynd með köttum í öllum hlutverkum.

Japanir eru grófari. Satt að segja er flest sem þeir gera barnaefni - Pokemon, til dæmis. Svo er hentai... ekki boðlegt jafnvel fullorðnum, það stöff. En ef það er einhver jaðar-hópur, þá er til teiknimynd sem höfðar til þess hóps.

Vitandi þetta, fór ég að leita að teiknimynd sem væri minna looney tunes, og meira raunsæ. Aðallega vegna þess að kvenpersónurnar hljóma allar alveg eins og Chipmunk í þessum venjulegu, og það fer í taugarnar á mér stundum. Þar til einhver sagar hausinn af þeim... Þessi er ennþá það besta sem ég hef fundið, og það þó titilpersónan sé næstum því Kalli kanína. Vantar bara eyrun. Næsti bær við er þetta.

Hvorugt af þessu er sérlega misheppnað, hefur báða fæturna algjörlega á jörðinni, er sögulega rétt... Já, það má víst gera rip-off teiknimyndasögu upp úr hvaða þætti sem er í Japan og selja afraksturinn á Comiket. En það má ekki nefna þáttinn með nafni í öðrum þætt. Merkilegur andskoti. Þetta er alveg þveröfugt í Evrópu & USA.

Það er lítið mál að finna drama með engum eldspúandi vélmennum, skrækum stelpum með grænt hár of RISASTÓR skoppandi brjóst og einhverju sem rústar Tokýó.

Maramite er bara eitt dæmi. En fjandinn hafi það, eftir smá stund á fer sá þáttur að verða mjög súr, og á óvenjulegan hátt.



Þetta er Yuri Andropov, fyrrverandi yfirmaður KGB.

Marimite er líka yuri, en með litlum staf. ("Yuri" er japanskt orð sem þýðir "lilja".) Og það er barnaefni. Sem hefur áhugaverðar aukaverkanir á seríuna. Gera hana óviljandi mjög fyndna, eins og það þurfi eitthvað, eins og það er mikið bathos í henni til að byrja með.

Enginn er með grænt hár.
Enginn hljómar eins og chipmunk.
Enginn rústar Tókýó.

Og um hvað er þetta? Ekkert, þannig. Engin vélmenni að rústa Tokýó allavega. Bara nokkrar skólastelpur sem ganga um hægum skrefum, fá sér te og ræða saman í rólegheitunum lágum rómi, áreita hvor aðra kynferðislega, plana tómstundir og mæta í tíma. Þið vitið, þetta venjulega.

Þetta fer allt fram í risastórum katólskum framhaldsskóla, þar sem nemendaráðið hefur aðsetur í frekar stórri byggingu, og það er gefið út dagblað. Sem er einskonar Dayly Mirror/National Enquirer/séð & heyrt.

Allt hálf litlaust, það virðist vera vaselín á linsunni og allir eru á valíum. Hlýtur að vera í Teinu. Það er mikið te drukkið í þessu. Sem er nokkuð viðeigandi, því þetta eru hugsanlega virðulegustu fígúrur sem fyrirfinnast.

Þetta er örugglega hræódýr sería. Allir eru kjurir, sem er ódýrt. Það kostar fullt af pening að animeita vélmenni að rústa Tokýó. Það kostar slikk að pana bara upp einhverja fígúru. Effektinn er áhugaverður... sérstaklega í ljósi þess að þetta er einskonar standard anime trikk. Bara pana upp þegar einhver er þarna. Algengara með kvenpersónur samt.

Pan upp. Pan til hægri. Pan til vinstri. Teiknararnir gætu þess vegna allir hafa verið á valíum. Og það er einstaklega róandi að horfa á þetta líka.

Öll fyrsta serían gengur út á að horfa á persónurnar frá tánum og upp. Æðislegt.

Ég tók mig til og athugaði hvort þetta væri ekki örugglega bara barnaefni. Svo mun vera. Sem gerir þetta mest fleiming barnaefni sem ég veit um. Hve slæmt er það? Ja, ég tók eftir því. Það er svo slæmt.

Og hvað er það sem gerir þessa þætti svo frábæra? Jú, öllum viðeigandi klysjum og steríótýpum eru gerð skil, algjörlega án þess að breyta neinu. Allt er stillt á 11, en engu er breytt, þannig. Til dæmis þá hleypur aðalpersónan aðeins of stelpulega. (Það er hægt. Hendur upp og út... og svo tipla. Það er fyndið.)

Og svo er plottið... agh...



Feimin smávaxin stelpa með óvenjulega stór augu jafnvel miðað við karakter í japanskri teiknimynd byrjar í Lilian skólanum. Þar hittir hún hávaxnari stelpu með smærri augu. (Í lokakreditlistanum í 3. þáttaröð lítur hún út eins og eitthvað sem Mulder & Scully ættu að vera að rannsaka.) Útlitið á þeim er mikilvægt, s.b.r myndin hér að ofan. Sem er koverið af bók sem þessi blessaða teiknimynd er að vitna í í sífellu - amk ef eitthvað er að marka Wiki.

Sú hærri gefur þeirri litlu hálsmen og er góð við hana. Dregur hana inn í Yamayurikai, sem er eins og nafnið bendir til, mafíusamtök. Nei, reyndar ekki, en það hljómar þannig. Þetta verður alltaf vinalegra og vinalegra, svo maður hálfartinn býst við að sú stóra ætli með þá litlu inn í skáp að gera gera hluti við hana, en áður en það nær fram að ganga fattar þátturinn að hann er barnaefni, og það sem þá gerist er mjög...

Sá einhver Íslensku kvikmyndina Agnes? Þar er einhver gaur sem fær áhuga á stelpu, svo hann bókstaflega kaupir hana og fer með hana heim. Það er voða ljúft og rómó, þar til allt í einu, alveg án nokkurs aðdraganda, byrjar hann að kýla hana eins og harðfisk. Enginn veit af hverju, og kvikmyndin gefur engar vísbendingar um af hverju maðurinn byrjar allt í einu að hegða sér svona.

Þetta sama gerist í Marimite. Mínus barsmíðarnar. En þetta minnti mig svo mikið á Agnesi að upp frá því var ég alltaf að bíða eftir að einhver væri laminn. Það hjálpaði ekki að þessi hávaxna var alltaf frekar illileg á að líta.

Seinna tekur serían sig til og segir okkur að 15 ára stelpum fynnist eftirsóknarvert að fara á stefnumót með öðrum 16 ára stelpum. Ég neita að tjá mig um það frekar. En það leiðir af sér röð af mjög skoplegum senum, (hvernig borðar maður hamborgara án þess að nota hnífapör?) sem ná hámarki þegar yuri-parið okkar verzlar skó á meðan epískt sountrack glymur.

Vegna þess að það að kaupa skó er fokking stórviðburður.

Það besta við búðaferðina þeirra er samt hve allt fer að minna óþyrmilega mikið á Tarzan: Þarna er þessi stelpa sem gjörþekkir afar framandi umhverfi; skólann sinn, en ekkert annað. Svo kemur einhver sem dregur hana út úr frumskóginum... ég meina skólanum, og kennir henni að velja á sig gallabuxur.

Svone svipað eins og þegar Tarzan var dreginn úr skóginum til Englands, þar sem honum var sýnt hvernig á að vera brezkur aðalsmaður.

En að niðurstöðunni: hefur eitthvert ykkar langað til að sjá hvernig standard rómantísk vella væri með eingöngu kvenpersónum? Jæja? Byrjið að horfa.



Ó nei, þetta er hvorki hómóerótík né pedófílía. *hrm*

Þetta er eitthvað aðeins tónað niður eftir fyrstu 13 þættina, en nær samt alltaf að vera mjög furðulegt. Til dæmis þegar eldri stelpurnar fara að flytja sig yfir í háskóla. Því er tekið eins og þær séu að fara yfir á næsta tilverustig, með tilheyrandi melódrama. Og veikindum. (Doom doom doom.)

Er líf eftir skóla? Maria-sama ga miteru segir svo ekki vera.

Ég veit ekki hvort þetta á að vera einhverskonar paródía eða ekki. Þetta er eiginlega svo mikil vitleysa að ég aðhyllist það helst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli