þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Dagur 166 ár 5 (dagur 1991, færzla nr. 823):

Þá er eitthvað af fólkinu komið aftur. Og þeim er slétt sama þó kötturinn hafi soltið heilu hungri í meira en sólarhring niðri í dimmum kjallara.

Verra er með hundinn, sem missir rúmmetra af ári á viku, og enn ber ekkert á skallablettum. Þetta er ekki teppi í forstofunni, bara hundshár sem hafa verið tröðkuð niður. Við pössum uppá að snitta af þessu reglulega svo þetta sé ferkantað.

Og hvað á ég nú að gera af mér?

Sennilega bara það sama og venjulega... stefna að heimsyfirráðum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli