föstudagur, ágúst 21, 2009

Dagur 169 ár 5 (dagur 1994, færzla nr. 824):

Í dag var góður dagur til að horfa á sjónvarpið. Versta var að það var ekkert í því. Og ég hélt það ætti að vera föstudagur.

Í gær var einhver kvikmynd. Menn á hestakerrum að keyra yfir ávaxtakörfur. Ja, eina ávaxtakörfu. Og það voru pýramídar. Verður að hafa pýramída. Það vantaði bara múmíur, og eitthvað almennilegt aksjón. Láta eina af þessum hestakerrum fara í svona corscrew-flip, og jafnvel springa í loft upp.

Það vantar alveg svoleiðis senur. Ég hef tekið eftir því. Man bara eftir einni í svipinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli