sunnudagur, ágúst 23, 2009

Dagur 171 ár 5 (dagur 1996, færzla nr. 825):

Hafiði séð þessar auglýsingar í sjónvarpinu þar sem einhver hoppar ofan af perlunni? Svo er sagt: "árekstur á 55 kmh er sambærilegur við það að detta ofan af perlunni."

Sem er rétt. Ef manni tekst að lenda í árekstri við steinvegg eða eitthvað sambærilegt á 55 kmh án þess að vera í bíl. Harry Potter gæti þetta á kústskafinu sínu. Klesst á FESið eða eitthvað.

Sko; sá sem hoppar af perlunni lendir á hellulögðu plani sem gefur nákvæmlega ekkert efir. Það getur vel verið banvænt - þarf ekkert að vera það, en líkurnar á að sleppa við beinbrot eru hverfandi. Ef maður keyrir á steinvegg á 55, þá er þessi metri af járni fyrir framan að dempa höggið talsvert. Það er töluvert minna banvænt, jafnvel þó maður hafi gleymt beltunum.

Í raun er árekstur (við bíl) á 55 kmh sambærilegur við það að aka bíl fram af perlunni, og lenda ofan í sundlaug. Að keyra í hliðina á bíl á 55 kmh er svo öllu minna högg. Vatn gefur ekki svo mikið eftir, sjáið til.

Í raun ætti þetta að vera:

Árekstur á 55 kmh er svipað eins og að hoppa ofan af perlunni ofan á hrúgu af kössum.

Hugsið aðeins um þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli