sunnudagur, júlí 12, 2009

Dagur 129 ár 5 (dagur 1954, færzla nr. 812):

Jæja... ég lét um daginn setja 2.19 klukkutíma af efni sem ég átti til á VHS á DVD. Fótó reddaði því. Svo ég hef verið að fikta í þessu. Bita þessa tvo tíma í frumeindir sínar. Get væntanlega farið að sýna eitthvað slíkt hér í framtíðinni.

Í gær tók ég fyrstu kvikmynd sem ég gerði hér í eyjum, lagaði hana aðeins til og setti músík undir hana. Það var ekki mikið talað í henni til að yrja með... og músíkin er vægast sagt óviðeigandi. Beethoven. 9. symfónían fylgdi með tölvunni í einhverjum folder.

Ég er búinn að útbúa gamla mynd með mér og Hauk. Ég var ekkert að fikta í henni. Það er mjög sérstakur stíll yfir þeirri mynd. Mjög.

Jæja, þá að kvikmynd kvöldsins, með treiler:



Þriðja móðirin.

Og þá, B-myndin:

Radarmenn frá tunglinu, 7 þáttur:



Hver lifir af? (Allir, sennilega, því þetta er fyrir yngri aldurshóp.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli