þriðjudagur, júní 30, 2009

Dagur 117 ár 5 (dagur 1942, færzla nr. 810):

Þá hafa fjölskildumeðlimir mínir gerst sekir um að bjarga einhverjum úr sjónum. Sagan af því hljómar reyndar frekar óspennandi eins og þau segja hana, svo ég skal gera hana aðeins betri:

Þau Hólmfríður, Björn Virgill & Bjarni voru á ferð í hriplekum bát sínum, sem varð að blása í alltaf jafnóðum svo hann sykki ekki, í miðju þrumuveðri þegar þau rákust á mann sem svamlaði í sjónum umkringdur hákörlum sem glefsuðu til hans. Maðurinn barði þá af sér með ár sem hann hafði meðferðis, en hún var farin að minnka eitthvað eftir öll hákarlabitin, og þetta var farið að líta heldur illa út.

Þau sigldu til mannsins og kipptu honum uppí. Það var þá er Sjóræningjarnir birtust! Og þeir eltu þau, alveg þar til Geimverurnar komu siglandi... á geimskipinu sínu. Og það sló í mikinn bardaga á milli þeirra, svo Hólmfríður, Björn & Bjarni og náunginn þarna gátu laumast í land.

Miklu betra.

En þá að kvikmynd kvöldsins.

En fyrst: treiler.



Accion mutante

Og svo Radarmenn frá tunglinu, fimmti þáttur:



Þar höfum við það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli