sunnudagur, júní 07, 2009

Dagur 94 ár 5 (dagur 1919, færzla nr. 804):

Boltamenn kalla Makedóníumenn Makedóna. Á sama hátt kalla þeir Mexíkana Mexíkóna. Af hverju? Nú eru þessir "Makedónar" engir annálaðir séntilmenn svosem, en er þörf á að kalla þá dóna á landsvísu?

Hvaða landsmenn verða næstir? Spánverjar? Þeir yrðu kallaðir Spánar, nú, og Austurríkismenn Austurríkir. Svo yrðu Svíþýðingar, Svissar, Noregingar, Montenegrar og Bretlandar.

Spái ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli