þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Dagur 257 ár 3 (dagur 987, færzla nr. 483):

Var úti að keyra í gær. Að sjálfsögðu, fæ víst borgað fyrir það. Var á eina bílnum sem var eftir að setja vetrardekk á. Semsagt, rennislétt súper-ofur-low-profile hraðbrautadrekk. Svo var ég náttúrlega með svona spinnera og slíkt. Það hefði hjálpað að vera með djömp system, en þeir hafa ekki viljað splæsa á það.

Dyrnar á bílnum vildu ekki lokast, svo ég læsti þeim. Þá vildu þær ekki opnast aftur. Mynnir mig á Range Rover. Það kemur víst ekki vetur í Frakklandi heldur.

Svo festi ég bílinn 4 sinnum. Jamm. Fékk lánaðar skóflu í hvert skifti, og mokaði þar til ég var kominn niður á fast, þá komst bíllinn upp. Hann lyktaði af brunnu gúmmíi, en hann var laus. Hann mun brotna í tvennt á morgun. Vona að ég verði ekki viðstaddur það.

Það er sjaldan svona gaman í vinnunni. Að vísu skilaði ég frekar litlum afköstum; ein gatan opnast ekki fyrr en Mars er í sjöunda húsi vatnsberans og ég kann ekki töfraþuluna sem ég á að fara með til að finna þessu hús á völlunum - og mig vantar hænu til að fórna. Svo bilaði Mojoið sem Felix lét mig fá, ég held að það sé farið að slá í þurrkaða hausinn eða eitthvað, en einn pakkinn hvarf úr bílnum og birtist ekki aftur fyrr en ég var kominn langt frá þeim stað sem ég átti að fara með hann á. Sem var náttúrlega óþolandi.

Það þarf sko Vúdú ef maður ætlar að starfa við útkeyrzlu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli