laugardagur, nóvember 04, 2006

Dagur 240 ár 3 (dagur 970, færzla nr. 474):

Allir vilja harðari refsingar. Af hverju? Hverju skilar það? Nú, dauðarefsing veldur því að við sjáum þrjótinn aldrei framar - nema einhver setju skrokkinn í krukku og geymi hann á safni.

En hvað um það. Nú ætla þeir að hækka refsingar við smávægilegum brotum eins og umferðarlaga brotum, af þeirri ástæðu að banaslysum, og slysum í umferðinni hefur fækkað hlutfallslega frá því 1980. Anno Domini 1980 þá fórust að jafnaði 20-30 í umferðinni á hverju ári, þó íslendingar væru færri en 250.000, en nú erum við fleyri en 300.000, og sama tala látinna. Það sér það hver maður að það er miklu meira!

2/3000 er miklu meira en 2/2500! Sko! 3000 er hærri tala en 2500! !!! #@*!!!

Og það er enn eitt átakið í gangi sem mun engu valda öðru en meiri ofsóknum á ökumönnum. (Í útvarpinu heyrði ég nefnilega að refsiramminn skuli þrengdur þannig að í stað þess að menn sleppi meða að aka á 100 þar sem hámarkshraði er 90 og 40 þar sem hámarkshraði er 30, þá má víst ekki muna meir en 5 kílómetrum.

Og hvað er rangt við það? Jú: hraðamælar í bílum eru sjaldan nákvæmir, og veldur þar ýmislegt, td dekkjastærð. Jafnvel á réttum dekkjum má búast við villu uppá 2 km. Segjum sem svo að þú sért úti að aka og þú heldur að þú sért á slétt 90. Þú gætir allt eins verið á 92. Innan ramma.

Nú færðu þér ný dekk, og þau eru 2 tommum stærri en gömlu dekkin, því þú sérð frammá snjóþungan vetur á fjöllum. Nú kemst bíllinn allt í einu miklu hraðar, en mælirinn sýnir enn 90 - þó þú sért í raun á 95. Þá má ekki mikið útaf bera til að þú veriðir böstaður af löggunni. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að venjulegur analog hraðamælir gefur í raun bara hraða í 10 km bilum, svo ef þú sérð hann ekki frá alveg 100% réttu horni getur skeikað, og gerir það oft. Þannig að þú laumast yfir 96... og voila, löggan sektar þig um allt að 110.000 krónum, og gæti gert bílinn upptækian til heimilis og einkanota fyrir sig.

Má ég benda á að síðustu 3 banaslys hafa ekkert með hraðakstur að gera? Sennilega ekki, en ég ætla samt að gera það: síðustu þrjú dauðsföll í umferðinni komu hraðakstri ekkert við! Hættið að ofsækja okkur! Við hegðum okkur betur en forfeður okkar! Við erum fleyri nú en völdum ekki fleyri slysum!

***

Róbert Marshall sendi mér skeyti. Hann er í samfylkingunni. Sá auglýsingu samfylkingarinnar í vaktinni, þegar ég var hjá ömmu í gær að ræða við hana um ástandið á miðöldum. Ég tók eftir því að á listanum eru 2 fótboltamenn.

Aha... fótboltamenn kunna svo vel að fara með almannafé. Einmitt.

Nei, ég þverneita að kjós samfylkinguna. Ég sé nefnilega hvað þeir bjánar hafa stjórnað borginni. Ég get séð það á vegakerfinu. Allstaðar þar sem umferð hefur aukist undanfarin 10 ár (sem er allstaðar) hafa þeir tekið uppá því að þrengja göturnar. Ekki veit ég hvernig það á að liðka fyrir umferð, og mig grunar að þeir geti ekki útskýrt það sjálfir.

Hver er sagan á bak við þetta bílastæði/hjólabraut þarna um hlíðarnar? Hvað á það að þýða? Ég er ekki að segja að hlíðarnar séu eitthvað frábærlega vel skipulagt hverfi frá upphafi, þvert á móti, það hefur bara verið gert verra með þessu. Eins er þessi runni þarna sem var settur milli akreina þarna við Langholtsveginn. Einmitt þegar þurfti að hafa þann veg 4 akreinar.

Og þessi þvæla með hringbrautina... og þetta röfl um stokka... þetta eru fífl. Allt saman. Afhverju veljast bara fífl í pólitík? Og afhverju þurfa þau alltaf að fikta í umferðinni? Hvers eigum við að gjalda?

Hvað sem þið gerið, kjósið eitthvað annað! Þeir væru vísir til að skafa malbikið af þjóðvegunum og mjókka brýrnar aftur ef þeir komast til valda um allt land. Það væri sambærilegt við hegðun þeirra í Reykjavík.

Og nei, ég held ekki í alvöru að R-listinn sé eitthvað annað en Samfylkingin undir öðru nafni. Hundaskítur er alltaf hundaskítur, þó þú spreyir hann grænan og kallir hann Ingibjörgu.

Amen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli