mánudagur, mars 07, 2011

Dagur 2 ár 7 (dagur 2560, færzla nr. 999):

Bolludagur. Alveg er það merkilegur dagur - ekki dagurinn sem slíkur eða hefðin á bak við hann, heldur það hvar í röðinni hann er - Bolludagur, sprengidagur, öskudagur.

Takið eftir að sprengidagur, með öllu sínu saltkjöti og baunum kemur á eftir. Mér hefur lengi þótt ótækt að hafa hann á undan, enda finnst mér réttara að hafa desertinn á eftir aðalréttinum.

***

Hrogn. Þau eru keypt fyrir of fjár í nokkrum útlöndum. Þetta er einhver ávaninn smekkur, held ég.

Rússar eru hrifnir af þessu, og hafa sent einn gaur til að fylgjast með vörunni.
Japanir eru enn hrifnari, og hafa sent einhvern ótölulegan fjölda manna til þess að skoða þetta. Ég hef ekki talið þá, en mér sýnist þeir fleiri en fimm.

Lönd utan evrópu eru mjög mikilvæg í öllum fisk-iðnaði.

***

Hlustum aðeins á meistarakokkinn Fuad Ramses:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli