mánudagur, apríl 17, 2006

Dagur 40 ár 3 (dagur 770, færzla nr. 398):

Ég hef verið að fylgjast með fréttum yfir páskana, og mér virðist sem ekkert merkilegt hafi gerst. Ekkert.

Verðbólga, segja þeir, er á leiðinni. 11-13% er mér tjáð að megi búast við. Ríkið veldur þessu að miklu leyti, enda er það nú svo og hefur verið að góðir hlutir gerast þó ríkið reyni að hindra það, en ekki öfugt.

Auðvitað er þetta ríkinu að kenna. Það er jú 24.5% virðisaukaskattur á öllu sem ekki er 17.eitthvað% VSK á. Hvað er með það?

Það er ekki eins og það sé mikið mál fyrir ríkið að spara heldur. það er einfalt: bara leggja niður öll sendiráðin, og í leiðinni leggja niður bæði útvegs og landbúnaðarráðuneitin. Ekki veit ég afhverju hver grein iðnaðar þarf sér ráðuneyti. ég er bara ekki í stuði til að borga undir það.

En það á að kenna okkur um. Svei.

Fólk ímyndar sér að íbúðaverð muni hækka. Það er bull. Íbúðaverð mun ekkert hækka, vegna þess að fólk hefur einfaldlega ekki efni á að borga meira. Og ég veit að það er hægt að fá lán, en það eru afborganir af lánum, og það eru einmitt þær sem fólk getur ekki borgað meira af.

Þetta mun því fara svona: verðbólgan mun valda því að 20 millu íbúð mun halda áfram að kosta 20 millur, á meðan kóka kóla hækkar úr 180 kr í 200 kr. Skiljiði? Ef laun hækka í takt við það verðlag, sem þau verða að gera, verður allt í lagi, annars eruði öll í vondum málum.

þannig mun íbúðaverð sem sagt lækka, ekki öfugt. Og það verður eiginlega að gerast, og það verður að gerast svona svo fólk geti haldið áfram að ímynda sér að íbúðirnar sem það keypti á yfirverði hafi ekki lækkað þó þær hafi einmitt gert það.

Amen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli