þriðjudagur, apríl 18, 2006

Dagur 41 ár 3 (dagur 771, færzla nr. 399):

Í fréttum í gær heyrði ég það fáráðlegasta sem ég hef heyrt lengi: Það voru einhverjir bófar gripnir niðri í kjallara, þar sem þeir voru með smá þýfi, slatta af dópi og.... andarunga.

Andarunga? Hvurn djöfulinn voru þeir að gera með andarunga?

Ég get séð þetta fyrir mér: tveir útúrdópaðir vitleysingar, sitjandi ofaná hrúgu af stolnum DVD spilurum og heimabíóum, að klappa andarungum þegar löggan bankar uppá.

Kannski voru þeir líka að syngja "litlu andarungarnir"? Hver veit?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli