miðvikudagur, apríl 05, 2006

Dagur 28 ár 3 (dagur 758, færzla nr. 393):

Afhverju er alltaf talað um Reykjavík sem ameríkaniseraða bílaborg?

Þetta er kort af bandarísku borginni eau Claire. það er bara einhver borg í USA. Sem slík er hún alveg enstaklega amerísk, full af drive-through áfengisverzlunum og kjörvörubúðum þar sem hægt er að kaupa haglabyssur. Þar eru heldur engin umferðaröngþveiti. Enda var hún skipulögð sem amerísk bílaborg.

Og þetta er kort af RKV. Ég nenni ekki einusinni að merkja inn allar einstefnurnar, þar sem er ekki aðeins illa merkt, og þar sem hraðbraut breytist skyndilega í göngustíg út í Gróttu.






Svo ég beri þetta betur saman: Amerísk borg (uppi) er skipulögð sem grid, eða hnitakerfi. Besta dæmið er NY, þar sem eru ekki götunöfn, heldur bara númer. Að vera leigubílstjóri þar er auðveldast í heimi. Þar að auki eru allar merkingar í Amerískum borgum sjáanlegar og skýrar. Versus Reykjavík (niðri) sem er ekki skipulögð, og merkingar, ef einhverjar eru eru í smáu letri líkt og undir tryggingarsamningum eða lánum, eða þær eru faldar, og kerfi einstefnugatna meikar engan sens.

Þú verður bara að vita fyrirfram hvernig á að komast þangað.

Reykjavík er EKKI eftir neinni amerískri fyrirmynd. Hættið að segja það, fíflin ykkar. Því væri Reykjavík að amerískri fyrirmynd, þá væri hún grid, allar götur væru tvístefna, það lægi ekki hraðbraut út í Gróttu og það væru almennilegar merkingar.

Ég hef talað. Amen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli