miðvikudagur, apríl 12, 2006

Dagur 35 ár 3 (dagur 765, færzla nr. 396):

Í dag var ég að spá í að reikna út hvað olía kostar í raun og veru.

Nú, dollarinn er í dag 76 krónur, og fatið, sem olíuverð er mælt samhvæmt, er tunna, eða ca 200 lítrar.

Í dag er tunnan á um 70 dollara, eða 5320 krónur. Það eru því ca 27 krónur á lítra. Af hráolíu. Sé hún hreinsuð má gera ráð fyrir að verðið fari upp í 35 krónur lítrinn. Það er bensín og dísel.

Samkvæmt heimasíðu OB kostar lítrinn í dag 118 krónur - námundað að næstu krónu. Það þýðir að við borgum 83 krónum meira fyrir olíuna hér en olíufélögin eru að greiða úti í heimi.

Að sjálfsögðu kostar eitthvað að flytja sullið inn. Örugglega 5 krónur á hvern lítra. Og við vitum vel að ríkið hirðir strax í formi virðisaukaskatts 24.5%, eða 29 krónur.

Það eru þá 49 krónur sem samt þarf að gera grein fyrir. Þar af er ríkið enn að hirða olíugjald, sérstakt olíugjald, afar sérstakt olíugjald og gjald vegna þess að olía er olía, en ekki td sinnep.

Ob gæti verið að græða allt að 4 krónum fyrir hvern lítra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli