sunnudagur, apríl 30, 2006

Dagur 53 ár 3 (dagur 783, færzla nr. 405):

Það er ekkert að marka fréttir. Ég las í blaðinu áðan að einhver kelling hefði verið tekin fyrir það að keyra á löggubíla, eða öfugt, eftir því hvaða blað er vitnað í. Í fréttablaðinu var mynd af vetvangi. Það var mynd af stórum gráum Dodge döbbúlkab. Í fréttinni stóð að þetta væri stór Ford.

***

Ég hef skoðað heimasíður stúdentagarðanna, bæði háskólans og kennaraskólans. Þeir eiga það sameiginlegt að það má ekkert sækja um fyrr en í Júni, og leigutíminn er frá Seftember til einhverntíma. Á veggnum niðri var líka auglýsing frá einhverjum sem bauð herbergi frá Ágúst til Desember.

Hvernig er það, búa engir námsmenn í Borg Óttans yfir sumarið? Það endar á því að ég neyðist að fara til Eyja. Sem mynnir mig á hve hvimleitt það er að ferðast þangað með allt hafurtask. Hvenar koma göng? Mig vantar þau sárlega.

***

Og að vinnu. Það er ekkert á vellinum. Í fiski? Seinast þegar ég sótti um í fiski var ekkert að hafa þar. Hjá bænum? Fú.

Hér get ég auðveldlega unnið hjá Flytjanda. Þarf ekkert að hafa fyrir því. get haldið því áfram yfir veturinn, sem er eins gott, því mig veitir ekkert af peningunum. Veit ekki hvort ég get fengið sama djobbið aftur ef ég hætti því í sumar. Og þó, kannski verða þeir bara glaðir að sjá mig aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli