miðvikudagur, maí 03, 2006

Dagur 56 ár 3 (dagur 786, færzla nr. 406):

Úr auglýsingum:

"lítið snyrtilegt 6fm.herb við HÍ 107 rvk
Laust strax,leigt til amk 6 mánaða. Aðgangur að wc (hvorki sturta/bað né eldhús). Einungis reglusamt fólk. Verð 17.000 kr á mán. Uppl: 869-3224"

6 fermetra skápur? Vá. Fínt ef ég þyrfti ekki stundum að fara í bað líka. Ég held að vinnufélagar mínir yrðu ekki hrifnir.

Það er mikið til að 2-20 fermetra "herbergjum" með engum aðgangi að baði. Hver ætli leigi þar? Ef ég þyrfti stað til að geyma lík, þá væri þetta fínt býst ég við. Ég get ímyndað mér samtalið þegar líkið væri byrjað að lykta:

"Hey, kunningi þinn er farinn að lykta ansi illa þarna inni."
"Auðvitað, það er ekkert bað."
"Já... ég skil."
"Spreyaðu bara lofthreynsi undir hurðina."

"FJARKAHÚS Á SPÁNI TIL SÖLU
Glæsilegt hús rétt suður af Torrevieja. Tvö svherb. (auðv. að bæta við þriðja). Sam.sundlaug V.159 þ. evrur; ca 12,5 m.kr. Sjá www.geocities.com/orlofshus/sala"

Ég veit ekki. Þetta er örugglega fínt hús og allt það, ég held hinsvegar að þetta 5 tíma flug til og frá vinnu gæti orðið erfitt. Það er líka mikið af þessu. Og íbúðir í Köben... svei.

Merkilegt.

Ég sendi fyrirspurnir hingað og þangað. Ég býst við að einhver hringi á eftir eða í kvöld eða á morgun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli