laugardagur, maí 27, 2006

Dagur 80 ár 3 (dagur 810, færzla nr. 414):

Hef ekkert gert undanfarið af viti. Fékk lánaðar nokkrar kvikmyndir hjá Hartmanni. Hef enn séð 3. Þar af hafa 2 verið alveg hrikalega slæmar. Meira að segja myndin um risa-kolkrabbann var slæm. Hver vissi að kvikmynd um risa-kolkrabba gæti verið svona slæm?

Hinsvegar var kung-fu/Mad-Max/kúrekamyndin nokkuð góð. Hefði varla verið betri þó það hefði verið risa-kolkrabbi í henni.

***

Svo fór mikill tími í það að spila hinn æsispennandi tölvuleik "Einar the Dvergur berst við púka" eða hvað sem það heitir. Það eru þarna einhverjir púkar og Sarúman og Hobbitar og hvaðeina. Og trékallar. Ekki má gleyma tréköllunum.

***

Og enn heldur leitin að húsnæði áram. Eða eins og réttara væri að kalla hana: mission impossible. Ég vona að ég fái herbergi á garði svo ég lendi ekki í mission impossible 2.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli