sunnudagur, maí 07, 2006

Dagur 60 ár 3 (dagur 790, færzla nr. 407):

Sendi 2 ímeil í dag. Skoða niðurstöðurnar á morgun.

Það er próf á morgun. Skoða það. Veit að það fer fram í Háskólabíói. Það væri fínt ef þeir gætu skellt einni ræmu á á eftir, og við gætum öll fengið okkur popp.

Þær eru merkilegar þessar smáauglýsingar. Reyndar auglýsingar almennt. Það mynnast fæstir á verðið, og ef það er mynnst á það, þá er það verð frá X. Sem þýðir X+Y, sem er meira en X, bara ekki vitað hve mikið meira.

Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei ekki verið truflaður á próftíma. Hvernig á því stendur að þessir ættingja-dónar geta ekki séð mig í friði á þessum tíma fynnst mér merkilegt. Annars eru engar hreyfingar á þessu pakki. Eina leiðin til að losna við óþarfa áreyti væri að flytja úr sólkerfinu. Það væri flott. Þá geti ég komið og áreytt þau, ekki öfugt.

Mig vantar svona geimskip. Ég hef því miður ekki fundið neitt í smáauglýsingunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli