þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Dagur 341:

Í dag legg ég til að sett verði á fót ný ríkisstofnun til að sólunda fé skattgreiðenda. (að vanda sleppa skattsvikarar við að vera bendlaðir við vitleysu).

Ég hefi nefnilega tekið eftir því, að það er engin stofnun innan ríkisins sem fæst við snjó. Það vantar tilfinnanlega svoleiðis. Ég legg til að þessi stofnun verði nefnd: "Snjóhús", í samræmi við núverandi tízku í nafngiftum stofnana.

Í snjóhúsi skal fjallað um snjó og snjótengt málefni svo sem: snjóíþróttir; skíði, snjóbretti, skíðastökk, snjókast; snjófarartæki eins og snjóbíla og vél- og hundasleða; og snjó fyrirbæri hverskonar eins og snjókorn og snjóflóð.

Eins mætti hugsa sér að í snjóhúsi mætti fjalla um hálku, en það má bíða betri tíma.

Nú, til að hindra að sá sem er í forsvari fyrir snjóhús verði uppnefndur "Ekimóinn" eða "Inúk-maðurinn", þá skal starfsheiti hans vera "Snjókall", nema jafnréttis-stofa mótmæli, en til vara legg ég til heitið: "Snjó-persóna".

Með eða á móti?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli