þriðjudagur, október 19, 2010

Dagur 229 ár 6 (dagur 2421, færzla nr. 956):

Það er komið að Kvikmynd kvöldsins. Sem þýðir:



Four lions. Örugglega mikil snilld.



Cat o'nine tails. Giallo. Það er allt svona.



Evil dead trap. Sama og giallo, nema bara japanskt. (Ef það er ekki fálmara-hentai eða eitthvað með samúræjum, þá er það rip-off af einhverju ítölsku eða amerísku.)

Og þá er það myndin: Profondo Rosso, aka Deep Red.

Það eru svo margar kvikmyndir þarna úti sem eru algjört ripoff af þessu að hluta eða öllu að þær eru ekki teljanlegar á fingrum beggja handa. Sú augljósasta er "Saw." Svo er Halloween 2, Kill Bill pt.1 (auðvitað), Law & Order þættirnir eiga til að vitna í þetta osfrv. Allar slasher myndir síðan 1980 hafa verið að vitna í Dario Argento meira og minna, og það má sjá allskyns hluti ættaða beint frá honum hjá Miike Takeshi og í Sailor Moon - merkilegt nokk. (þeir þættir virðast vera á fullu að stela úr "Suspiria" & "Inferno") Veit hinsvegar ekki hvort það er viljandi, en það kemur allt á eftir, og settin eru stundum grunsamlega lík.

Hvað um það, þetta er ein af hans skárri myndum. Hún meikar næstum því sens.



Þetta er 101 mínútna útgáfan. Sú 127 mínútna er á youtube í 13 hlutum. Með mjög röngum enskum texta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli