föstudagur, október 22, 2010

Dagur 232 ár 6 (dagur 2424, færzla nr. 957):

Treiler:



Þessa mynd gerðum við fyrir 15 árum af því við höfðum ekkert betra að gera það kvöldið. Eftir enga umhugsun eða undirbúning réðumst við í verkið og kláruðum það á svona klukkutíma. Eða minna, man ekki alveg, það eru jú 15 ár síðan.

Plott: hlið vítis er undir rúmi hjá einhverjum.

Leó á þarna stórleik, en Illugi er í mynd megnið af tímanum. Gylfi og Helgi skila sínu *venjulega.*

Leó á byrjunina. Endirinn hinsvegar... það vill enginn kannast við hann.

Kostnaður við gerð þessarar myndar var... enginn. Hvað kostaði filma? 900 kall? 10kr mínútan þá. Þessi mynd er undir 4 mínútum. 40 kr sem sagt, ef þið viljið hafa að þannig.

Þrátt fyrir allt, þá kemur þessi mynd bara ágætlega út. Það að enginn tími eða peningur fór í hana útskýrir alla vankantana, og gerir það sem þó virkar miklu merkilegra. T.d að það skuli vera byrjun, miðja og endir a þessu.

Eins og venjulega endurgerði ég kreditlistann og breytti músíkinni. Nú er það Berlioz, en ekki White Zombie, vegna þess að Berlioz er public domain. Það, og kreditlistarnir voru all of langir. Myndin var 6 mínútur með þeim.

En hvað um það, hér er hún: "Undir Rúminu:"



Takið eftir hve miklu yngri við vorum þegar við vorum yngri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli