sunnudagur, febrúar 13, 2011

Dagur 346 ár 6 (dagur 2538, færzla nr. 992):

Skrifið undir þetta. Annars....

2008

Allur heimurinn nema Kína & Norge fór á hausinn, og hefur verið að síga dýpra síðan.

Fidel Castró hætti sem forseti Kúbu - enn skuggalega lifandi.

130.000 Búrmamenn fórust í fellibyl.

Akihabara fjöldamorðið: Japani sýnir fávísum heimsborgurum að það er líka hægt að fremja fjöldamorð þó maður eigi ekki Glock.

CERN græjan var tekin í notkun. Heimsendir hlaust ekki af.

80.000 manns (+/- 5K) fórust í jarðskjálfta í Kína.

Dauðir á árinu:

Edmund Hillary, prílari; Bobby Fischer, vinur Sæma rokk; Arthur C. Clark, rithöfundur & uppfinningamaður; Albert Hofmann, fann up LSD (og nei, það er ekki hægt að deyja úr of stórum skammti af LSD); George Carlin, spaugari; Aleksandr Solzhenitsyn, sagði okkur frá Gúlaginu; Don LaFonaine, "In a World - One Man"; Paul Newman, poppari; og Derrick.

Kvikmyndir ársins:

The good the bad and the weird, Pineapple express, Rambo 4 (Fokk Yeah!), Red Cliff, og fullt af öðru ágætu stöffi.

Músík:



Sabaton.



Metallica. Þeir kunna þetta ennþá.



Dir en grey



Dark Fortress.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli