Dagur 138 ár 2 (dagur 503, færzla nr. 297):
Verzlunarmannahelgin er framundan, og ég hef verið að velta fyrir mér hvað ég á að gera af mér þá.
Mér dettur helst í hug að fjárfesta í einu eða tveimur af þessum einnota grillum, pakka af pylsum og kippu af kók. Svo kannski skreppa út í sjoppu og kaupa nokkrar mismunandi gerðir af nammi sem ég hef aldrei smakkað áður.
Svo um verzlunarmannahelgina mun ég grilla pylsurnar og drekka kókið, og fá mér fullt af exótízku snarli hvert kvöld. Mér finnst þetta fín hugmynd. Ódýrara og umtalsvert minni fyrirhöfn en að þvælast til eyja eða út á land á eitthvert fyllerí.
Mánudagurinn er frídagur, held ég.
Já, ég held ég geri þetta. Þið hin, þið gerið eitthvað annað.
hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
laugardagur, júlí 23, 2005
laugardagur, júlí 16, 2005
Dagur 131 ár 2 (dagur 496, færzla nr. 296):
Sjoppuhamborgarar. Alltaf þegar eitthvað er í mötuneytinu sem ég get ekki borið kennzl á, þá stendur til boða að fá sjoppuhamborgara. Ekki jafn góða og hjá Jolla eða í Friðarhafnarskálanum, reyndar oft fremur hörmulega, en betri valkostur en ... óþekkjanlegt gums af einhverju tagi.
Lýst ekkert á það.
Fékk um daginn harðsperrur af akstri. Það er hægt. Alla ævi, eða þann hluta hennar sem ég hef ekið, þá hef ég ekið bílum með vökvastýri. Háklassakerrur, allt saman. Meira að segja gamli Ariesinn, svar bandaríkjamanna við Lödu hafði mjög gott vökvastýri.
Svo stíg ég upp í þennan eimskipsbíl: Suzuki Baleno, með aumri 14 hestafla tvígengisvél og 5 gíra kassa sem ég verð að segja að er sá versti sem ég hef prófað að meðtöldum random kassanum sem er í tröllajeppanum hans Reynis, og kemst að því að djöfuls druslan er ekki með vökvastýri.
Ég væri alveg til í að eiga Suzuki Baleno. En ég er ansi hræddur um að ég vilji einn með stærri vél, vökvastýri og sjálfskiftingu.
10-14 tíma vinna á dag... Vúppí.
Sjoppuhamborgarar. Alltaf þegar eitthvað er í mötuneytinu sem ég get ekki borið kennzl á, þá stendur til boða að fá sjoppuhamborgara. Ekki jafn góða og hjá Jolla eða í Friðarhafnarskálanum, reyndar oft fremur hörmulega, en betri valkostur en ... óþekkjanlegt gums af einhverju tagi.
Lýst ekkert á það.
Fékk um daginn harðsperrur af akstri. Það er hægt. Alla ævi, eða þann hluta hennar sem ég hef ekið, þá hef ég ekið bílum með vökvastýri. Háklassakerrur, allt saman. Meira að segja gamli Ariesinn, svar bandaríkjamanna við Lödu hafði mjög gott vökvastýri.
Svo stíg ég upp í þennan eimskipsbíl: Suzuki Baleno, með aumri 14 hestafla tvígengisvél og 5 gíra kassa sem ég verð að segja að er sá versti sem ég hef prófað að meðtöldum random kassanum sem er í tröllajeppanum hans Reynis, og kemst að því að djöfuls druslan er ekki með vökvastýri.
Ég væri alveg til í að eiga Suzuki Baleno. En ég er ansi hræddur um að ég vilji einn með stærri vél, vökvastýri og sjálfskiftingu.
10-14 tíma vinna á dag... Vúppí.
laugardagur, júlí 09, 2005
Dagur 124 ár 2 (dagur 489, færzla nr. 295):
Á mánudaginn röðuðum ég og Danski Pétur vörubrettunum upp líkt og þau væru dómínókubbar, og létum þær svo allar detta niður. Það var fjör. Ég held við höfum gert það svona fjórum sinnum áður en fólk fór að trufla okkur með pakkasendingum og öðrum álíka óþarfa.
Reyndum það aftur næsta dag, en þá var meiri traffík, svo við urðum að falla frá þeirri hugmynd.
Það væri athugandi að reyna að fá upptökurnar úr öryggismyndavélunum á mánudaginn, á milli 13.00 og 13.30, til að sjá hvernig okkur tókst til.
Svo var aftur gaman hjá okkur í rigningunni um daginn. Þakið hriplekur nefnilega á einum stað þarna úti á palli, og Dumber hefur það fyrir sið að sofa á brettastæðunum.
Þið sjáið hvert þetta er að fara...
Allavega, ég dró stæðuna með gæjanum sofandi ofaná af stað, og kom henni fyrir undir þar sem lak sem mest af þakinu. Það er sko gífurlegur flaumur. Dumber tók því ekkert of vel. En það var mjög fyndið.
Já.
Tékkið á þessu: Rugl
Á mánudaginn röðuðum ég og Danski Pétur vörubrettunum upp líkt og þau væru dómínókubbar, og létum þær svo allar detta niður. Það var fjör. Ég held við höfum gert það svona fjórum sinnum áður en fólk fór að trufla okkur með pakkasendingum og öðrum álíka óþarfa.
Reyndum það aftur næsta dag, en þá var meiri traffík, svo við urðum að falla frá þeirri hugmynd.
Það væri athugandi að reyna að fá upptökurnar úr öryggismyndavélunum á mánudaginn, á milli 13.00 og 13.30, til að sjá hvernig okkur tókst til.
Svo var aftur gaman hjá okkur í rigningunni um daginn. Þakið hriplekur nefnilega á einum stað þarna úti á palli, og Dumber hefur það fyrir sið að sofa á brettastæðunum.
Þið sjáið hvert þetta er að fara...
Allavega, ég dró stæðuna með gæjanum sofandi ofaná af stað, og kom henni fyrir undir þar sem lak sem mest af þakinu. Það er sko gífurlegur flaumur. Dumber tók því ekkert of vel. En það var mjög fyndið.
Já.
Tékkið á þessu: Rugl
laugardagur, júlí 02, 2005
Dagur 117 ár 2 (dagur 482, færzla nr. 294):
Dumb and Dumber byrjuðu að vinna hjá flytjanda í vikunni. Dumber byrjaði degi á undan Dumb. Stórir og luralegir náungar það, annar með herðakystil eins og hann hafi nýlega hætt að vinna hjá local brjálaða vísindamanninum.
Kannski var hann orðinn leiður á að grafa upp fersk lík?
Hinn er áberandi of heimskur til að geta grafið upp eitthvað sem er bæði lík og ferskt. Mig grunar einhvernvegin að sú athöfn að moka sé honum jafnvel ofviða.
Annars er stundum fínt að vera þarna. Við fengum reyktan lax gefins um daginn. Vantaði bara að einhver skildi eftir flösku af kampavíni, og þá hefði dagurinn verið fullkominn.
Svo er það þessi útkeyrzla sem ég er í. Hún gefur mér nýja sín á Borg Óttans. Já, borgin er ekki jafn heimskulega hönnuð og ég hélt. Nei. Hún er svo miklu verri en ég hélt.
Kannski var dumber rekinn úr borgarskipulagi. Hann hefur vitað of mikið...
Dumb and Dumber byrjuðu að vinna hjá flytjanda í vikunni. Dumber byrjaði degi á undan Dumb. Stórir og luralegir náungar það, annar með herðakystil eins og hann hafi nýlega hætt að vinna hjá local brjálaða vísindamanninum.
Kannski var hann orðinn leiður á að grafa upp fersk lík?
Hinn er áberandi of heimskur til að geta grafið upp eitthvað sem er bæði lík og ferskt. Mig grunar einhvernvegin að sú athöfn að moka sé honum jafnvel ofviða.
Annars er stundum fínt að vera þarna. Við fengum reyktan lax gefins um daginn. Vantaði bara að einhver skildi eftir flösku af kampavíni, og þá hefði dagurinn verið fullkominn.
Svo er það þessi útkeyrzla sem ég er í. Hún gefur mér nýja sín á Borg Óttans. Já, borgin er ekki jafn heimskulega hönnuð og ég hélt. Nei. Hún er svo miklu verri en ég hélt.
Kannski var dumber rekinn úr borgarskipulagi. Hann hefur vitað of mikið...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)