Dagur 370 ár 4 (dagur 1454, færzla nr. 657):
Þá er komin í heiminn ný frænka, sem amma heimtar að ég kalli "bróðurdóttur". Illugi sendi mér skeyti, þar sem fram komu helstu tölur: lengd, eigin þyngd, hestöfl og fleira. Ef ég man rétt.
Það er ekki komið fram enn hvað hún eyðir miklu. Þær upplýsingar koma bara seinna.
Mamma var með einhverjar myndir. Stelpan lýkist Illuga þegar hún grettir sig, sýnist mér.
hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
Dagur 368 ár 4 (dagur 1452, færzla nr. 656):
Ég held að það að vera gamall sé eins og að vera á barnum, alltaf. Hugsið aðeins út í þetta:
Þegar þú ferð á barinn, þá er þar spiluð tónlist svo hátt að maður heyrir ekki sjálfan sig hugsa. Svo drekkur maður drykki sem mann svimar af, og verður kannski bumbult líka. Venjulegt samtal einkennist af: "Ha?" og einhverjum misskilningi, og kannski rifrildi því fólk verður svo vitlaust þegar það er við drykkju - sem er í flestum tilfellum ekki á bætandi.
Berum þetta saman við að vera gamall: þá horfir þú á sjónvarpið svo hátt stillt að glymur í esjunni - og það þótt maður sé staddur á Akureyri þá. Svo svimar mann og maður riðar til (þetta gerir amma allavegana). Og öll venjuleg samtöl einkennast af "Ha?" - þetta á við hvort sem viðmælandinn er ungur eða gamall, því það gleymist alltaf að lækka í sjónvarpinu. Svo kemur venjulega upp misskilningur - hér verða hlutirnir verulega súrrealískir.
Þannig að ég held ekki að fólk sem stundar barina grimmt verði neitt sérlega vart við það þegar það verður gamalt. Að öðru leiti en því að allt í eiu þarf það ekkert að drekka til að riða um. Það hefur hvort eð er ekki raunverulega talað við neinn alla ævi, heyrt nokkurn skapaðan hlut fyrir hávaða eða séð neitt markvert fyrri myrkri - gláka mun taka við af því seinna.
Ég held að það að vera gamall sé eins og að vera á barnum, alltaf. Hugsið aðeins út í þetta:
Þegar þú ferð á barinn, þá er þar spiluð tónlist svo hátt að maður heyrir ekki sjálfan sig hugsa. Svo drekkur maður drykki sem mann svimar af, og verður kannski bumbult líka. Venjulegt samtal einkennist af: "Ha?" og einhverjum misskilningi, og kannski rifrildi því fólk verður svo vitlaust þegar það er við drykkju - sem er í flestum tilfellum ekki á bætandi.
Berum þetta saman við að vera gamall: þá horfir þú á sjónvarpið svo hátt stillt að glymur í esjunni - og það þótt maður sé staddur á Akureyri þá. Svo svimar mann og maður riðar til (þetta gerir amma allavegana). Og öll venjuleg samtöl einkennast af "Ha?" - þetta á við hvort sem viðmælandinn er ungur eða gamall, því það gleymist alltaf að lækka í sjónvarpinu. Svo kemur venjulega upp misskilningur - hér verða hlutirnir verulega súrrealískir.
Þannig að ég held ekki að fólk sem stundar barina grimmt verði neitt sérlega vart við það þegar það verður gamalt. Að öðru leiti en því að allt í eiu þarf það ekkert að drekka til að riða um. Það hefur hvort eð er ekki raunverulega talað við neinn alla ævi, heyrt nokkurn skapaðan hlut fyrir hávaða eða séð neitt markvert fyrri myrkri - gláka mun taka við af því seinna.
föstudagur, febrúar 22, 2008
Dagur 364 ár 4 (dagur 1448, færzla nr. 655):
Dagatalið er rangt. Laga það þann 5, eða þann 8.
Svo var víst verið að ræða umm einhver ummæli mín á útvarpi sögu. Svo segir mamma, og hefur eftir Illuga. Ekki er ég viss um að ég eigi að vera að taka mark á því.
Hvað um það, það er komið að kvikmynd kvöldsins: House on Haunted Hill, frá 1959.
Það er ekkert sérlega löng mynd, bara 75 mínútur, en það er nóg. Þær voru mjög stuttar þessar b-myndir í gamla daga.
Plottið er nokkurn vegin þannig að þessi ríki náungi fær til sín slatta af liði, og segist munu borga þeim slatta af pening ef þau gista eina nótt í húsi sem hann á. Þar á víst að vera draugur. En hann hefur ráð gegn svoleiðis fyrirbærum: .45 í Líkkistu! Sem er mjög töff.
Svo líður nóttin, og það gerast vofeivlegir hlutir. Labbandi beinagrindur koma við sögu.
Og nú langar ykkur öll í .45 hólk í líkkistu. Viðurkennið það bara.
Dagatalið er rangt. Laga það þann 5, eða þann 8.
Svo var víst verið að ræða umm einhver ummæli mín á útvarpi sögu. Svo segir mamma, og hefur eftir Illuga. Ekki er ég viss um að ég eigi að vera að taka mark á því.
Hvað um það, það er komið að kvikmynd kvöldsins: House on Haunted Hill, frá 1959.
Það er ekkert sérlega löng mynd, bara 75 mínútur, en það er nóg. Þær voru mjög stuttar þessar b-myndir í gamla daga.
Plottið er nokkurn vegin þannig að þessi ríki náungi fær til sín slatta af liði, og segist munu borga þeim slatta af pening ef þau gista eina nótt í húsi sem hann á. Þar á víst að vera draugur. En hann hefur ráð gegn svoleiðis fyrirbærum: .45 í Líkkistu! Sem er mjög töff.
Svo líður nóttin, og það gerast vofeivlegir hlutir. Labbandi beinagrindur koma við sögu.
Og nú langar ykkur öll í .45 hólk í líkkistu. Viðurkennið það bara.
þriðjudagur, febrúar 19, 2008
Dagur 361 ár 4 (dagur 1445, færzla nr. 654):
Hringstiginn hér í nýbyggingunni er alveg skelfilegur. Gangi maður upp hann á eðlilegum hraða þá stígur maður alltaf upp með sama fætinum, sem veldur varkjum mjög fljótlega. Betra er að hlaupa upp hann, þá líður manni betur. Verra er að eiga við etta á leiðinni niður, og alveg sérstaklega þegar einhverjir eru á ferli þarna, sem er oft.
Þetta hefur náttúrlega átt að vera voða hipp og kúl, en er bara léleg ergónómík.
Svo er málningin byrjuð að flagna af hér og þar. Það er, af þeim veggjum sem þú hafa verið málaðir. Að örðu leiti er byggingin eins og sett úr einhverri gamalli dystópíu-kvikmynd, eins og Brazil, Robocop eða einhverju svoleiðis. Starship-Troopers...
***
Fleyga setning dagsins: "Mæður eiga oft erfitt að muna hluti aftur í tímann."
Flott. Ég þarf að inna mömmu eftir því hvort hún man nokkuð fram í tímann. Þarf að láta hana leggja næstu lottótölur á minnið.
Hringstiginn hér í nýbyggingunni er alveg skelfilegur. Gangi maður upp hann á eðlilegum hraða þá stígur maður alltaf upp með sama fætinum, sem veldur varkjum mjög fljótlega. Betra er að hlaupa upp hann, þá líður manni betur. Verra er að eiga við etta á leiðinni niður, og alveg sérstaklega þegar einhverjir eru á ferli þarna, sem er oft.
Þetta hefur náttúrlega átt að vera voða hipp og kúl, en er bara léleg ergónómík.
Svo er málningin byrjuð að flagna af hér og þar. Það er, af þeim veggjum sem þú hafa verið málaðir. Að örðu leiti er byggingin eins og sett úr einhverri gamalli dystópíu-kvikmynd, eins og Brazil, Robocop eða einhverju svoleiðis. Starship-Troopers...
***
Fleyga setning dagsins: "Mæður eiga oft erfitt að muna hluti aftur í tímann."
Flott. Ég þarf að inna mömmu eftir því hvort hún man nokkuð fram í tímann. Þarf að láta hana leggja næstu lottótölur á minnið.
laugardagur, febrúar 16, 2008
Dagur 358 ár 4 (dagur 1442, færzla nr. 653):
Hafiði heyrt slagorðið "Í kjöti erum við bestir"? Nú... það kallar fram í huganum þessa mynd:
Þessi er í kjöti. Ekki fylgir sögunni hvort hann er góður í því.
Svo er það þetta feisbúkk sem allir eru alltaf að tala um. Hvað er það? Mér er sama, en nafnið er uggvekjandi:
Já. Það er margt skrýtið þarna úti.
***
Hafiði séð í öllum þessum bíla-auglýsingum undanfarið, að númerin eru alltaf symmetrísk? Tildæmis í Nissan kaskæ auglýsingunni er númerið 80 MXM 08, og þar fram eftir götunum. Það er aldrei E eða R eða P eða neitt slíkt í auglýsingunum. Eða talan 4. Það er vegna þess að það er bara gerð ein auglýsing sem á að virka hvort sem áhorfendur eru í Englandi, Ástralíu, Japan eða á Íslandi, í Hollandi eða Þýskalandi.
Auglýsingin er bara tekin upp hvar sem hentar, í Ástralíu eða Antwerpen, og svo er spegilmyndin bara sýnd þar sem stýrið er hinumegin.
Sparnaður.
Hafiði heyrt slagorðið "Í kjöti erum við bestir"? Nú... það kallar fram í huganum þessa mynd:
Þessi er í kjöti. Ekki fylgir sögunni hvort hann er góður í því.
Svo er það þetta feisbúkk sem allir eru alltaf að tala um. Hvað er það? Mér er sama, en nafnið er uggvekjandi:
Já. Það er margt skrýtið þarna úti.
***
Hafiði séð í öllum þessum bíla-auglýsingum undanfarið, að númerin eru alltaf symmetrísk? Tildæmis í Nissan kaskæ auglýsingunni er númerið 80 MXM 08, og þar fram eftir götunum. Það er aldrei E eða R eða P eða neitt slíkt í auglýsingunum. Eða talan 4. Það er vegna þess að það er bara gerð ein auglýsing sem á að virka hvort sem áhorfendur eru í Englandi, Ástralíu, Japan eða á Íslandi, í Hollandi eða Þýskalandi.
Auglýsingin er bara tekin upp hvar sem hentar, í Ástralíu eða Antwerpen, og svo er spegilmyndin bara sýnd þar sem stýrið er hinumegin.
Sparnaður.
mánudagur, febrúar 11, 2008
Dagur 353 ár 4 (dagur 1437, færzla nr. 651):
.375 H&H og .338 Winchester.
Fór og skoðaði Ömmu áðan.
Amma er komin með fullt af nýjum og áhugaverðum töflum sem hún þarf að taka. 4 af einu, 2 af öðru, ofaná þessar 2 sem hún byrjaði daginn á áður. Svo getur hún bætt við vítamínum og lýsispillum ef hún væri í stuði. Allt þetta fer svo í eina stóra skál, með smá mjólk, og snætt eins og morgunmatur.
Þegar ég verð svona gamall, þá held ég ég fái mér bara ópal í staðinn.
.375 H&H og .338 Winchester.
Fór og skoðaði Ömmu áðan.
Amma er komin með fullt af nýjum og áhugaverðum töflum sem hún þarf að taka. 4 af einu, 2 af öðru, ofaná þessar 2 sem hún byrjaði daginn á áður. Svo getur hún bætt við vítamínum og lýsispillum ef hún væri í stuði. Allt þetta fer svo í eina stóra skál, með smá mjólk, og snætt eins og morgunmatur.
Þegar ég verð svona gamall, þá held ég ég fái mér bara ópal í staðinn.
sunnudagur, febrúar 10, 2008
Dagur 352 ár 4 (dagur 1436, færzla nr. 650):
Þetta var alveg að gleymast.
Og svo...
Það er víst komið grjót upp á veg aftur, þarna við JL húsið. Sem þýðir að nú fer strætó upp Framnesveginn.
Ég fer ekkert endilega þá leið, og verð þess vegna ekki var við neitt fyrr en ég les það í blaðinu. MBL, þ.e.
Það vantaði svosem alveg að strætó færu upp Framnesveginn. Myndi spara mér bílferð. En nei.
Merkilegt nokk, þá komu Sjálfstæðismenn því til leiðar að námsmenn fengju frítt ís strætó, við litla þökk SUS, býst ég við, enda mjög vinstrileg aðgerð. Mikið er ég hissa að þessi hugmynd kom ekki frá Samfylkingunni. Á hinn bóginn er kannski ekki að undra, enda sá flokkur mikið fyrir "samræðustjórnmál," sem gengur víst út á að hækka opinber gjöld, og rabba og fá sér kaffi og kleinur á meðan.
Hvað skal segja?
Ja, ekki er Sjálfstæðisflokkurinn sérlega hægri sinnað fyrirbæri. Þegar hann tekur stefnuna út á miðju er um að ræða mikla hægri sveiflu. Á hinn bóginn er Samfylkingin lengra til vinstri, mínus allt það sem vinstri menn geta þó gert til bóta.
Málið er nefnilega að við erum að borga svo háa skatta að það á að vera hægt að vera með miklu víðtækara strætókerfi frítt - þ.e. án gjaldtöku um borð. Það er nefnilega búið að borga þetta.
Það ætti að vera hraðbraut til Akureyrar - tvöföld, því af peningum er nóg. Það er enn meira nóg ef stefnan er tekin yfir hálendið.
Það er nóg til fyrir almennileg gatnamót um alla RKV.
Og reyndar borgum við svo mikið í bændur, að við ættum að geta keypt kjöt í bónus á fyrir það sem kostar að flytja það í verzlanirnar. Svona hundrað kall, semsagt.
En nei, það er ekki þannig.
Á bilinu 1/4 - 1/3 af þeim peningum sem fólk og fyrirtæki greiða í skatt fara í ekkert. Það fer bara til spillis í skattkerfinu. Pappírskostnaður og slíkt. Nú, og svo þarf fólk að drekka kaffi og borða kleinur í tíma og ótíma.
Svo hægri stefnan á Íslandi gengur út á að gefa frítt í strætó og kaupa niðurnýdda kofa á laugaveginum.
En hvað gengur vinstri stefnan út á?
Ekkert...
Jú, að banna hluti. Og mjókka vegi, fækka bílastæðum, koma upp hjólreiðabrautum hér og þar og gera hverskyns svoleiðis hluti. Svo furða þeir sig á að enginn tekur strætó.
Og hvaða hugmyndir er eg alltaf að heyra um vegatoll? Peningarnir eru víst til! Hættið bara að koma upp sendiráðum í Afríku, og allt verður fínt.
Svo þegar farið er lengra til vinstri, þá rekumst við á manninn sem vill fara að ritskoða internetið. Og þá er ég ekki að meina Björn Bjarna. Hinn kommúnistann.
Hvað er þetta með þessa leftista að vilja banna allt?
Ég get skilið að það þurfi að taka smá skatt af fólki til að greiða fyrir vegakerfið, skóla, heilsugæzlu og slökkvilið, en af hverju þarf alltaf í leiðinni að banna allan fjandann?
Allir þurfa að kunna að lesa, en það má ekki vera í strigaskóm. Bara af því.
Allir fá heilsugæzlu, en það má ekki vera með blóm á borðinu. Bara af því bara.
Ég vil fara svolítið aðra leið: heilsugæzlan verður frí, en fólk má líka neyta heróíns. Það fera bara í læknaskýrzluna, svo enginn verði undrandi þegar tennurnar byrja að detta úr.
Frítt í strætó, OG vegakerfið verður eins og hjá siðmenntaðri þjóð.
Svo má náttúrlega leggja RÚV niður. Sú stofnun fúnkerar ekki. Hún er kýli á markaðnum. Án RÚV gæti stöð 2 sent út í opinni dagskrá eins og skjár 1, og rukkað liðið fyrir fótboltann og slagsmálin á sýn. Og formúluna. Fólk er tilbúið til að borga fyrir hana. Björgúlfur gæti keypt RÚV. Rifið hana og selt úr landi eða eitthvað.
Að sjálfsögðu verður ekkert af þessu gert.
Ég spái því að þegar leftistarnir taki við aftur (sem telst líklegt, því fólk kýs alltaf yfir sig mestu sauðina) þá munu þeir taka til við að mjókka vegina enn frekar, búa til eitthvað flókið styrkjakerfi fyrir strætó sem verður jafnvel enn dýrara í framkvæmt en bara hafa frítt í þá og svo munu þeir efla RÚV. Sem þýðir að dagskráin verður alveg eins, bara dýrari í framleiðzlu.
Við hverju er svosem að búast? Hægri flokkurinn hér er bara lítillega til hægri við helsta vinstri flokkinn.
Ég veit ekki hvort ég var búinn að mynnast á þetta, en muniði þegar þeir bauluðu á Ólaf F? "Fasisti!" kölluðu þeir. Vita þeir ekki hvað það er? Samfylkingin aðhyllist þá stefnu nokkuð náið. Þetta var semsagt eins og Páll Óskar stæði á Laugaveginum á gay-Pride, og kallaði reiðilega: "Hommi! Hommi!" á vegfarendur.
Þetta fólk...
Hérna er svolítið furðuleg mynd af sólarströnd. Vegna þess að það er frost og vetur og almenn leiðindi þarna úti.
Þetta var alveg að gleymast.
Og svo...
Það er víst komið grjót upp á veg aftur, þarna við JL húsið. Sem þýðir að nú fer strætó upp Framnesveginn.
Ég fer ekkert endilega þá leið, og verð þess vegna ekki var við neitt fyrr en ég les það í blaðinu. MBL, þ.e.
Það vantaði svosem alveg að strætó færu upp Framnesveginn. Myndi spara mér bílferð. En nei.
Merkilegt nokk, þá komu Sjálfstæðismenn því til leiðar að námsmenn fengju frítt ís strætó, við litla þökk SUS, býst ég við, enda mjög vinstrileg aðgerð. Mikið er ég hissa að þessi hugmynd kom ekki frá Samfylkingunni. Á hinn bóginn er kannski ekki að undra, enda sá flokkur mikið fyrir "samræðustjórnmál," sem gengur víst út á að hækka opinber gjöld, og rabba og fá sér kaffi og kleinur á meðan.
Hvað skal segja?
Ja, ekki er Sjálfstæðisflokkurinn sérlega hægri sinnað fyrirbæri. Þegar hann tekur stefnuna út á miðju er um að ræða mikla hægri sveiflu. Á hinn bóginn er Samfylkingin lengra til vinstri, mínus allt það sem vinstri menn geta þó gert til bóta.
Málið er nefnilega að við erum að borga svo háa skatta að það á að vera hægt að vera með miklu víðtækara strætókerfi frítt - þ.e. án gjaldtöku um borð. Það er nefnilega búið að borga þetta.
Það ætti að vera hraðbraut til Akureyrar - tvöföld, því af peningum er nóg. Það er enn meira nóg ef stefnan er tekin yfir hálendið.
Það er nóg til fyrir almennileg gatnamót um alla RKV.
Og reyndar borgum við svo mikið í bændur, að við ættum að geta keypt kjöt í bónus á fyrir það sem kostar að flytja það í verzlanirnar. Svona hundrað kall, semsagt.
En nei, það er ekki þannig.
Á bilinu 1/4 - 1/3 af þeim peningum sem fólk og fyrirtæki greiða í skatt fara í ekkert. Það fer bara til spillis í skattkerfinu. Pappírskostnaður og slíkt. Nú, og svo þarf fólk að drekka kaffi og borða kleinur í tíma og ótíma.
Svo hægri stefnan á Íslandi gengur út á að gefa frítt í strætó og kaupa niðurnýdda kofa á laugaveginum.
En hvað gengur vinstri stefnan út á?
Ekkert...
Jú, að banna hluti. Og mjókka vegi, fækka bílastæðum, koma upp hjólreiðabrautum hér og þar og gera hverskyns svoleiðis hluti. Svo furða þeir sig á að enginn tekur strætó.
Og hvaða hugmyndir er eg alltaf að heyra um vegatoll? Peningarnir eru víst til! Hættið bara að koma upp sendiráðum í Afríku, og allt verður fínt.
Svo þegar farið er lengra til vinstri, þá rekumst við á manninn sem vill fara að ritskoða internetið. Og þá er ég ekki að meina Björn Bjarna. Hinn kommúnistann.
Hvað er þetta með þessa leftista að vilja banna allt?
Ég get skilið að það þurfi að taka smá skatt af fólki til að greiða fyrir vegakerfið, skóla, heilsugæzlu og slökkvilið, en af hverju þarf alltaf í leiðinni að banna allan fjandann?
Allir þurfa að kunna að lesa, en það má ekki vera í strigaskóm. Bara af því.
Allir fá heilsugæzlu, en það má ekki vera með blóm á borðinu. Bara af því bara.
Ég vil fara svolítið aðra leið: heilsugæzlan verður frí, en fólk má líka neyta heróíns. Það fera bara í læknaskýrzluna, svo enginn verði undrandi þegar tennurnar byrja að detta úr.
Frítt í strætó, OG vegakerfið verður eins og hjá siðmenntaðri þjóð.
Svo má náttúrlega leggja RÚV niður. Sú stofnun fúnkerar ekki. Hún er kýli á markaðnum. Án RÚV gæti stöð 2 sent út í opinni dagskrá eins og skjár 1, og rukkað liðið fyrir fótboltann og slagsmálin á sýn. Og formúluna. Fólk er tilbúið til að borga fyrir hana. Björgúlfur gæti keypt RÚV. Rifið hana og selt úr landi eða eitthvað.
Að sjálfsögðu verður ekkert af þessu gert.
Ég spái því að þegar leftistarnir taki við aftur (sem telst líklegt, því fólk kýs alltaf yfir sig mestu sauðina) þá munu þeir taka til við að mjókka vegina enn frekar, búa til eitthvað flókið styrkjakerfi fyrir strætó sem verður jafnvel enn dýrara í framkvæmt en bara hafa frítt í þá og svo munu þeir efla RÚV. Sem þýðir að dagskráin verður alveg eins, bara dýrari í framleiðzlu.
Við hverju er svosem að búast? Hægri flokkurinn hér er bara lítillega til hægri við helsta vinstri flokkinn.
Ég veit ekki hvort ég var búinn að mynnast á þetta, en muniði þegar þeir bauluðu á Ólaf F? "Fasisti!" kölluðu þeir. Vita þeir ekki hvað það er? Samfylkingin aðhyllist þá stefnu nokkuð náið. Þetta var semsagt eins og Páll Óskar stæði á Laugaveginum á gay-Pride, og kallaði reiðilega: "Hommi! Hommi!" á vegfarendur.
Þetta fólk...
Hérna er svolítið furðuleg mynd af sólarströnd. Vegna þess að það er frost og vetur og almenn leiðindi þarna úti.
föstudagur, febrúar 08, 2008
Dagur 350 ár 4 (dagur 1434, færzla nr. 649):
Amma komin með kvef. Það er víst verra á hennar aldri.
Jæja...
***
Það voru kosningavökur í gær. Ég fór og leit á þær. Vaka Vöku var frekar slöpp. Hún var ámóta góð og að vera fastur ofaní ræsi í hálftíma. Svo ég fór og kíkti á vöku Röskvu.
En fyrst fór ég að elta dularfullan hóp fólks sem ég sá hlaupa framhjá með skilti. Þau reyndust vera að pranga út heitu kakó. 20 manns, seljandi heitt kakó í snjóstormi. Undarlegt.
Svo ég kíkti á Röskvu. Við dyrnar var rukkað um 500 kall, og þar sem ég er ekki svo hneigður til öls að ég sé til í að borga fyrir að fá að kaupa bjór, þá lét ég það alveg eiga sig.
Þetta fær mig samt til að ryfja upp hvernig vökurnar hafa verið hingað til: vaka Vöku var nefnilega umtalsvert betri en þær sem ég hef orðið vitni að áður. Til dæmis var vakan seinast nákvæmlega jafnskemmtileg og að láta bora í báðar hnéskeljarnar á sér.
Vakan þar áður var verri.
Vökur Röskvu á sama tíma voru strax miklu betri. Þær voru sambærilegar við að vera fastur ofaní ræsi með nokkrum rottum, sem sagt. Sem er skárra en vaka Vöku.
Hámark þeirra kosningavaka sem ég hef mætt á allan þann tíma sem ég hef verið í háskóla er þegar ég ældi út í horn fyrir utan Stúdentakjallarann einhverntíma fyrir löngu. Það var alveg stórskemmtilegt, samanborið við allt annað sem gekk á þá.
Þynnkan daginn eftir hefur í öllum tilfellum verið ánægjulegri en þessar vökur.
Svo vann Röskva kosningarnar, með 6 atkvæða mun. Jæja. Sagan segir að partýin þeirra séu betri. Minna kvalafull, sem sagt.
Amma komin með kvef. Það er víst verra á hennar aldri.
Jæja...
***
Það voru kosningavökur í gær. Ég fór og leit á þær. Vaka Vöku var frekar slöpp. Hún var ámóta góð og að vera fastur ofaní ræsi í hálftíma. Svo ég fór og kíkti á vöku Röskvu.
En fyrst fór ég að elta dularfullan hóp fólks sem ég sá hlaupa framhjá með skilti. Þau reyndust vera að pranga út heitu kakó. 20 manns, seljandi heitt kakó í snjóstormi. Undarlegt.
Svo ég kíkti á Röskvu. Við dyrnar var rukkað um 500 kall, og þar sem ég er ekki svo hneigður til öls að ég sé til í að borga fyrir að fá að kaupa bjór, þá lét ég það alveg eiga sig.
Þetta fær mig samt til að ryfja upp hvernig vökurnar hafa verið hingað til: vaka Vöku var nefnilega umtalsvert betri en þær sem ég hef orðið vitni að áður. Til dæmis var vakan seinast nákvæmlega jafnskemmtileg og að láta bora í báðar hnéskeljarnar á sér.
Vakan þar áður var verri.
Vökur Röskvu á sama tíma voru strax miklu betri. Þær voru sambærilegar við að vera fastur ofaní ræsi með nokkrum rottum, sem sagt. Sem er skárra en vaka Vöku.
Hámark þeirra kosningavaka sem ég hef mætt á allan þann tíma sem ég hef verið í háskóla er þegar ég ældi út í horn fyrir utan Stúdentakjallarann einhverntíma fyrir löngu. Það var alveg stórskemmtilegt, samanborið við allt annað sem gekk á þá.
Þynnkan daginn eftir hefur í öllum tilfellum verið ánægjulegri en þessar vökur.
Svo vann Röskva kosningarnar, með 6 atkvæða mun. Jæja. Sagan segir að partýin þeirra séu betri. Minna kvalafull, sem sagt.
þriðjudagur, febrúar 05, 2008
Dagur 347 ár 4 (dagur 1431, færzla nr. 648):
Hmmm... Afmæli.
Á þessum degi árið 1840 fæddist Hiram Maxim. Það er maðurinn sem fann upp vélbyssuna. Eða þ.e.a.s fyrstu vélbyssuna sem virkaði. Hann fann líka upp músagildruna. Eða það segir Wikipedia.
Hér er Maxim við uppfinningu sína.
Á sama degi fæddist John Dunlop, sem er gæinn sem fann upp Hjólbarðann eins og við þekkjum hann.
1878 fæddist á þessum degi André Citroën. Hann fann upp græju sem gerði framhjóladrif að raunhæfum möguleika í bílum.
1970 Citroen.
Árið 1917 fæddist William S. Burroughs. Sá er frægur fyrir að hafa skrifað nokkrar bækur sem voru allar lesnar eftir að hann skaut konuna sína í hausinn á einhverju flippi.
Árið 1940 á þessum degi fæddist Hans Ruedi Giger, en það er maðurinn sem fann upp... uhm... Þetta:
Árið 1943 fæddist á þessum degi Michael Mann. Það er gæinn sem ber ábyrgð á Miami Vice þáttunum. Og örugglega einhverju öðru.
Á þessum degi árið 976 fæddist líka Sanjo, 67 keisari Japans. Mér er ekki fulljóst hver það var að öðru leiti, eða hvað hann vann sér til frægðar...
Hmm... maðurinn sem fann upp músagildruna er ekki frægur fyrir það. Áhugavert.
Hmmm... Afmæli.
Á þessum degi árið 1840 fæddist Hiram Maxim. Það er maðurinn sem fann upp vélbyssuna. Eða þ.e.a.s fyrstu vélbyssuna sem virkaði. Hann fann líka upp músagildruna. Eða það segir Wikipedia.
Hér er Maxim við uppfinningu sína.
Á sama degi fæddist John Dunlop, sem er gæinn sem fann upp Hjólbarðann eins og við þekkjum hann.
1878 fæddist á þessum degi André Citroën. Hann fann upp græju sem gerði framhjóladrif að raunhæfum möguleika í bílum.
1970 Citroen.
Árið 1917 fæddist William S. Burroughs. Sá er frægur fyrir að hafa skrifað nokkrar bækur sem voru allar lesnar eftir að hann skaut konuna sína í hausinn á einhverju flippi.
Árið 1940 á þessum degi fæddist Hans Ruedi Giger, en það er maðurinn sem fann upp... uhm... Þetta:
Árið 1943 fæddist á þessum degi Michael Mann. Það er gæinn sem ber ábyrgð á Miami Vice þáttunum. Og örugglega einhverju öðru.
Á þessum degi árið 976 fæddist líka Sanjo, 67 keisari Japans. Mér er ekki fulljóst hver það var að öðru leiti, eða hvað hann vann sér til frægðar...
Hmm... maðurinn sem fann upp músagildruna er ekki frægur fyrir það. Áhugavert.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)