mánudagur, desember 28, 2009

Dagur 299 ár 5 (dagur 2123, færzla nr. 858):

Jæja, þá eru að koma áramót. Ætli ég gleðji þá ekki fólkið með þessari mjög svo æðislegu kvikmynd:

Þessi ræma var gerð 1993-1994, minnir mig. Hún var 27 mínútur, eða lengri. Man ekki nákvæmlega. En hvað um það, ég stytti myndina allverulega. Það tekur enginn eftir því; það sem ég fjarlægði voru kreditlistar (þeir eru stórlega allt of langir í þessum myndum) og meira en 5 mínútur af þeim kumpánum Bogga og Bjarka bara að labba í hringi um bæinn.

Annað sem ég gerði var að setja epískt sándtrack (AKA óviðeigandi músík) undir hér og þar. Tónlistin er, fyrir þá sem kæra sig um þær upplýsingar: Carnival overture op 92 eftir Dvorak, spilað af USMC band, Highway Blues eftir Marc Seales (fylgdi með tölvunni) og 9 simfónía Beethovens (fylgdi líka tölvunni).

Myndin er ekki í bestu gæðum. Það er vegna þess að hún var tekin upp á 8mm, færð yfir á VHS með myndbandstæki í gegnum SCART, þar var hún lageruð í 10 ár eða meira, eða þar til ég lét setja hana á disk og fór að fikta í henni.

Kostnaður við gerð myndarinnar var ekki reiknaður saman, en ef maður ætlaði að borga fyrir eina svona mynd... þá ætli það væru ekki 1000 krónur. Filma, sprengiefni, bensín. Þið vitið.

Hvað um það, hér er hún, en fyrst! Treiler! (Því það verður að vera treiler.)



Já...

Utan úr Geimnum. 1994.

Alien movie from asgrimur hartmannsson on Vimeo.



Þessi mynd mun aldrei græða upp í kostnað.

miðvikudagur, desember 23, 2009

Dagur 294 ár 5 (dagur 2118, færzla nr. 857):

Annað jólalag:



Gleðileg jól.

sunnudagur, desember 20, 2009

Dagur 291 ár 5 (dagur 2115, færzla nr. 856):

Þessi er góð:



Þetta er úr japanskri sjónvarpsseríu sem heitir Nekomimi Kaibutsu... eða eitthvað svoleiðis. Þættirnir eru ekki nema 5 mínútur hver, og voða ójafnir að innihaldi og gæðum.

Þetta er örugglega til með texta einhversstaðar, en þennan ákveðna þátt þarf ekki að hlusta á til að skilja.

þriðjudagur, desember 15, 2009

Dagur 286 ár 5 (dagur 2110, færzla nr. 855):

Kvikmynd kvöldsins aftur, en fyrst:

Treilerar:



Wild zero. Kvikmyndin þar sem einskonar Singapore Sling hljómsveit berst við zombíur, og það kemur eldur út úr gjörsamlega öllu.



Zombie vs. Ninja. Já, alvöru kvikmynd.



Riki oh.

Og Kvikmynd kvöldsins:



Street Fighter, frá 1974, með Sonny Chiba. AKA: "Gekitotsu! Satsujin ken" sem þýðir eitthvað allt annað.

Þetta er ágætis slagsmálamynd. Mæli með því að þið fáið ykkur popp á meðan.

laugardagur, desember 12, 2009

Dagur 283 ár 5 (dagur 2107, færzla nr. 854):

Þessi mynd er svolítið mögnuð:



AK-47 bolta riffill. Merkilegt mix, þetta.

mánudagur, desember 07, 2009

Dagur 278 ár 5 (dagur 2102, færzla nr. 853):



Ég skil ekki alveg þessa mynd.

***

Hvað um það. Það eru að nálgast jól, og eins og gefur að skilja er þá kominn tími til að spila nokkur jólalög. Svo hér kemur eitt alveg einstaklega jólalegt til að koma okkur í rétta fílinginn:



Annihilator. King of the kill.

Jóla.

fimmtudagur, desember 03, 2009

Dagur 274 ár 5 (dagur 2098, færzla nr. 852):

Hey, Illugi á afmæli í dag. Hmm... setjum nokkur Illuga-leg vídjó inn:



Byssukúlur að lenda á hlutum, tekið upp milljón rammar á sekúndu.



Ekkert stoppar hið máttuga 7.63X39... nema 23 cm af sandi.



9mm vs .357 vs .44mag vs .460 vs .500



Illugi sjálfur. Og Davíð. 1993, held ég. 16 ára mynd. Já, ég setti á þetta mjög kung-fu legan titil. Hann á vel við.

þriðjudagur, desember 01, 2009

Dagur 272 ár 5 (dagur 2096, færzla nr. 851):



Þetta tók 30 daga. Og leit svona út: