Jæja, þá eru að koma áramót. Ætli ég gleðji þá ekki fólkið með þessari mjög svo æðislegu kvikmynd:
Þessi ræma var gerð 1993-1994, minnir mig. Hún var 27 mínútur, eða lengri. Man ekki nákvæmlega. En hvað um það, ég stytti myndina allverulega. Það tekur enginn eftir því; það sem ég fjarlægði voru kreditlistar (þeir eru stórlega allt of langir í þessum myndum) og meira en 5 mínútur af þeim kumpánum Bogga og Bjarka bara að labba í hringi um bæinn.
Annað sem ég gerði var að setja epískt sándtrack (AKA óviðeigandi músík) undir hér og þar. Tónlistin er, fyrir þá sem kæra sig um þær upplýsingar: Carnival overture op 92 eftir Dvorak, spilað af USMC band, Highway Blues eftir Marc Seales (fylgdi með tölvunni) og 9 simfónía Beethovens (fylgdi líka tölvunni).
Myndin er ekki í bestu gæðum. Það er vegna þess að hún var tekin upp á 8mm, færð yfir á VHS með myndbandstæki í gegnum SCART, þar var hún lageruð í 10 ár eða meira, eða þar til ég lét setja hana á disk og fór að fikta í henni.
Kostnaður við gerð myndarinnar var ekki reiknaður saman, en ef maður ætlaði að borga fyrir eina svona mynd... þá ætli það væru ekki 1000 krónur. Filma, sprengiefni, bensín. Þið vitið.
Hvað um það, hér er hún, en fyrst! Treiler! (Því það verður að vera treiler.)
Já...
Utan úr Geimnum. 1994.
Alien movie from asgrimur hartmannsson on Vimeo.
Þessi mynd mun aldrei græða upp í kostnað.