Dagur 343 ár 8 (dagur 3264, færzla nr. 1175)
Las um dagin um einhverja kellingu sem drakk allt að 10 lítrum af Coca Cola á dag, borðaði nánast ekkert (auðvitað ekki, hvernig var pláss eftir allt þetta gos?) og reykti 1 1/2 pakka af sígarettum á dag.
Þetta fékk mig til að hugsa:
1: hver getur drukkið 10 lítra á dag? Af einhverju? Ég kemst að öllu jöfnu ekki yfir nema svona 5, mest.
2: hver hefur geð í sér til að drekka meira en 2 lítra af kóki á dag? Ég veit að fyrir mitt leiti fer það að bragðast svipað og sápa eftir svona 1800 ml.
3: hvað ef þetta hefði verið eitthvað annað? Td Mjólk? Eða vatn?
Þetta síðasta er áhugaverðasta hugleiðingin.
Hve fljótur er maður að drepast af því að innbyrða 10 lítra af mjólk á dag?
Hvað með vatn?
Berum aðeins saman vatn og kók:
Kók er vatn meðfullt af sykri og sýrum.
Vatn er... vatn.
Ef þú drekkur 10 lítra af kóki fer viss hluti af vökvanum í að vinna úr öllum þessum sykri og sýrum. Viss hluti fer í að gefa líkamanum vökva, og visst nýtist til að skola út söltum.
Ef þú drekkur 10 lítra af vatni fer - giska ég - sama magn af vatni í að gefa líkamanum vökva, á meðan allt hitt nýtist til að skola sölt úr líkamanum.
Svo... getur verið að það gangi frá manni fyrr að drekka 10 lítra af vatni en 10 lítra af cola?
Það væri írónískt.