miðvikudagur, febrúar 27, 2013

Dagur 356 ár 8 (dagur 3277, færzla nr. 1177)

Það er víst ekkert kjöt í kjötinu, og bjórinn er þynntur út með vatni. Heimur versnandi fer. En gleymum því um stund, og horfum á þetta:


Vehicle 19


Fast & furious 6.  Þessi sería heitir víst ekki eftir víðtæku og heimskulegu svindli Bandaríkjastjórnar, heldur einhverju öðru.



Smokey and the Bandit

Og þá er kvikmynd kvöldsins:

Þetta er eitthvað heimatilbúið, gert af internet-gagnrýnendum til að drepa tíma, aðallega.  Sama liðið og gerði Kickassia myndina sem ég setti hér upp fyrir skömmu.  Þessi er aðeins betri.


miðvikudagur, febrúar 20, 2013

Dagur 349 ár 8 (dagur 3270, færzla nr. 1176)

Fólk er almennt heldur tregt til að drekka 10 lítra af vatni á dag, eins og ég er alltaf að leggja því til.

Það er óskiljanlegt, enda vatn bæði hollt og næringarríkt.

Jæja...

Sennilega viljiði ekki brennivín, því síður Jóla-brennivín.  Mín reynzla er að fólk veigrar sér við að drekka þann drykk, og á það til að hlaupa burt öskrandi ef því er boðinn hann aftur.



En bjór?


Bjór rennur afar fljótt í gegn.  (Afsakið, en ég fann ekki ofbeldisfull klám.  Sennilega vegna þess að ég nennti ekki að leita að því.  En ofbeldisfullt klám er víst afar vinsælt meðal afkvæma femínista nú til dags.)

Hmm... ofbeldisfullt klám... þarf að láta þessa wannabe leikstjóra þarna gera eina eða tvær ofbeldis-klámmyndir fyrir mig.

fimmtudagur, febrúar 14, 2013

Dagur 343 ár 8 (dagur 3264, færzla nr. 1175)

Las um dagin um einhverja kellingu sem drakk allt að 10 lítrum af Coca Cola á dag, borðaði nánast ekkert (auðvitað ekki, hvernig var pláss eftir allt þetta gos?) og reykti 1 1/2 pakka af sígarettum á dag.

Þetta fékk mig til að hugsa:

1: hver getur drukkið 10 lítra á dag? Af einhverju?  Ég kemst að öllu jöfnu ekki yfir nema svona 5, mest.
2: hver hefur geð í sér til að drekka meira en 2 lítra af kóki á dag?  Ég veit að fyrir mitt leiti fer það að bragðast svipað og sápa eftir svona 1800 ml.
3: hvað ef þetta hefði verið eitthvað annað?  Td Mjólk?  Eða vatn?

Þetta síðasta er áhugaverðasta hugleiðingin.

Hve fljótur er maður að drepast af því að innbyrða 10 lítra af mjólk á dag?
Hvað með vatn?

Berum aðeins saman vatn og kók:

Kók er vatn meðfullt af sykri og sýrum.
Vatn er... vatn.

Ef þú drekkur 10 lítra af kóki fer viss hluti af vökvanum í að vinna úr öllum þessum sykri og sýrum.  Viss hluti fer í að gefa líkamanum vökva, og visst nýtist til að skola út söltum.

Ef þú drekkur 10 lítra af vatni fer - giska ég - sama magn af vatni í að gefa líkamanum vökva, á meðan allt hitt nýtist til að skola sölt úr líkamanum.

Svo... getur verið að það gangi frá manni fyrr að drekka 10 lítra af vatni en 10 lítra af cola?

Það væri írónískt.

þriðjudagur, febrúar 05, 2013

Dagur 334 ár 8 (dagur 3255, færzla nr. 1174)

Jesú varð ekki árinu eldri en þetta, segja menn mér.

Músík síðan 1980:


Iron Maiden "Remember tomorrow" af fyrstu plötu hljómsveitarinnar.  33 árum seinna eiga þessir kallar farþegaþotu.


Suspiria.  1980.  Mjög... spes... kvikmynd.

Þetta var mest seldi bíllinn í USA árið 1980:
 

Ferlegt.