sunnudagur, apríl 28, 2013

Dagur 54 ár 9 (dagur 3340, færzla nr. 1193)

Skellum inn kvikmynd kvöldsins... eftir þessa treilera:


World War Zombie


Django


Krákur springa í loft upp (veit ekki meir)

Kvikmynd kvöldsins er "To Boldly Flee," gerð af liðinu sem gerði Kickassia & Suburban Knights, sem ég sýndi hér áður.  Í þessari er verið eitthvað að pota í Star Trek, Star Wars, Battlefield earth og aðrar ofsalega langar kvikmyndir sem fjalla um geimverur.

Hún er miklu betri en hún hefur nokkurn rétt á að vera.  En löng er hún... vá.

Svo... tilbúin með poppið?


To Boldly Flee

miðvikudagur, apríl 24, 2013

Dagur 50 ár 9 (dagur 3336, færzla nr. 1192)

Ragnar Óskarsson, hvar á ég að byrja...

Byrjum bara á byrjuninni:

Komum í veg fyrir slys; Ragnar Óskarsson skrifar

Skoðanakannanir benda nær allar til þess nú dagana fyrir kosningar að ómenguð hægri stjórn taki við völdum á Íslandi innan skamms.

Hægri? Á Íslandi? Ef bara að við værum svo heppin. Seinast þegar ég tékkaði var vinstri stjórn búin að vera við líði frá stofnun lýðveldis. Það sjáum við með því að skoða meðal-verðbólgu á tímabilinu, en hún er ca 15%, sem bendir eindregið til þess að hér hafi alla tíð verið við líði menn sem hafa ekki hundsvit á peningum.

Sem sagt vinstri menn.

Annað sem bendir eindregið til sósílaískra tendensa er stærð ríkisins. Hve margir vinna fyrir ríki? Meira en 20% núna. Það er mjög vinstri.

Ríkið rekur alla bankana. Það gerist ekki meira sósíal.

Ríkið hefur einkaleyfi til að selja brennivín.

Það má ekki bara dreifa ösku þinn hvar sem er né jarða þig í garðinum heima. Sósíal.

Og þannig má lengi halda áfram.

Það verður engin hægri stjórn, því það hafa aldrei verið neinir hægri flokkar.

"Vissulega eru þetta alvarleg tíðindi"

Nei, þetta væri of gott til að vera satt.

"almenningur á Íslandi þarf allt annað nú en samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks."

Eftir undanfarin 4 ár myndum við flest sætta okkur ágætlega við Adolf Hitler & Nazistana. Þeir væru framför. Það yrði næg vinna, fullt af iðnaði, höfuðborgin yrði mikið endurbætt sem og vegakerfið.

Þessir tveir flokkar bíða eftir því að fá að:

Þetta þurfum við að fara yfir lið fyrir lið:

• Einkavinavæða sameiginlegar eignir þjóðarinnar eins og bankana forðum.

Ef fólk vill ekki einkavinavæðingu má alltaf skoða bandaríkin, en svoleiðis lagað tíðkast minna þar. Á Íslandi er hún hinsvegar landlæg, og allir taka þátt í henni, óháð flokkum.

• Lækka skatta á þá ríku.

Þeir ríku virðast hér vera þeir sem hafa einhverjar tekjur. Svo það er bara jákvætt, og ég get stutt það heils hugar.

• Einkavæða heilbrigðiskerfi í þágu þeirra sem best geta borgað fyrir þjónustuna og á kostnað venjulegs fólks.

Ég er ekki viss um að okkar maður skilji merkingu orðsins "einkafyrirtæki."

Sko, tökum sem dæmi Bæjarins bestu. Það er einkafyrirtæki. Þegar einhver kaupir pylsu hjá bæjarins bestu, er hann að borga það úr eigin vasa (hægri) (nema menn sem borga með kreditkorti ráðuneytisins, en þeir eru að borga úr okkar vasa (vinstri)).

Þegar einhver fer til einkarekinnar læknastofu, gefið að þar sem það sé gert sé ekkert ríki og allt sé fullkomlega einka, er hann að borga það úr eigin vasa. Ekki fæ ég séð hvernig það er á kostnað neins annars, hvað þá fólksins, nema viðkomandi hafi safnað, til dæmis með því að spila á gítar í kringlunni eða eitthvað.

Reyndar veit ég ekki betur en flestar tannlæknastifur séu einkareknar. Ekki hef ég heyrt neinn nöldra, nema meira svona almennt vegna ótta við tannlækna per se.

Hvað er vandamálið?

• Virkja náttúruperlurnar í þágu stóriðju og á kostnað íslenskrar náttúru og almennings.

Jæja...

1: þetta er rökvilla. Höfðun til tilfinninga. "Æ nei! Það á að breyta geysi í kjarnorkuver! Hugsið um börnin!" eða "Ó nei! það á að breyta Gullfoss í olíuhreinsunarstöð til þess að búa til ofbeldisfullt klá fyrir börn! Hugsið um börnin!" osfrv.

2: þetta er sagt með víðsýni manns sem horfir í gegnum rör, og með ímyndunaraflu dauðs íkorna. Í alvöru? Er allt ísland svo fullt af ómetanlegum náttúruperlum að hvergi má virkja? Eða stendur kannski bara til boða að virkja náttúruperlur, vegna þess að allar tilgangslausu auðnirnar eru í umhverfismati að eilífu?

3: Hvernig er þetta á kostnað almennings? Virkjanir yrðu til mikilla hagsbóta fyrir almenning. Þegar menn virkja, er það ekki bara upp á punt, eins og Harpan.

• Selja rafmagn til stóriðju á spottprís en til almennings á okurverði.

Ég veit ekki betur en rafmagn sé frekar ódýrt hérna, svona miðað við allt. En hey, gæti það verið ódýrara?

• Veikja allar eftirlitsstofnanir þannig að fjármálamenn t.d. fái að valsa um með eignir að vild á kostnað almennings í landinu.

Það er hálf tilgangslaust að eiga eignir ef maður má ekki valsa með þær að vild. Og seinast þegar ég valsaði með einhverja af mínum eignum að vild, þá vera það víst á minn kostnað, amk man ég ekki eftir að almenningur hafi greitt mér neitt fyrir það.

Þetta þarftu að skýra nánar.

Enn getum við komið í veg fyrir hægri stjórn

Ég skoða það, þegar ég hef hindrað uppgang falangista í kolakjallaranum hjá mér.

og tryggt áframhaldandi uppbyggingu í þágu almennings.

Hvaða uppbyggingu? Fyrst þurfum við að losna við þessa óþolandi niðurrifsstjórn, svo getum við bara vonað að sú næsta verði ögn skárri.

Það gerum við með því að kjósa X V á laugardaginn.

Mitt atkvæði er til sölu fyrir flugmiða til Norge eða Canada, aðra leiðina, og 25.000.000 króna að jafnvirði í gjaldmiðli viðkomandi lands. Annars geta þeir bara stokkið í Kaplagjótu.

Og svo er önnur grein:

Þegar núverandi ríkisstjórn settist að völdum fyrir góðum 4 árum tók hún við samfélagi í rúst.

Verra var að hún reyndi hvað hún gat að skemma það meira, og hefur tekist að viðhalda kreppunni mjög vel.

Það var ekki öfundsvert að taka við búinu.

Annað en núna, þar sem það verður allt mjög auðvelt næstu 4 árin. Allt sem þarf er að taka til baka allt sem niðurrifsstjórnin hefur gert undanfarin 4 ár, og allt mun batna, hægt en örugglega.

Vinstrihreyfingin- grænt framboð og Samfylkingin sýndu hins vegar mikinn kjark og þor að takast á við það heljarstóra verkefni að reisa þjófélagið upp úr þeim gífurlegu þrengingum sem hér hafa verið nefndar.

Þessi lyf sem þú ert á, hvar fæ ég þau?

Flokkarnir vissu að það sem gera þyrfti yrði ekki vinsælt og óhjákvæmilegt væri jafnvel að fylgistap fylgdi í kjölfarið.

Það var náttúrlega ekki vinsælt að stöðva allar framkvæmdir í landinu. Það var ekki óhjákvæmilegt heldur.
Það var ekki vinsælt að auka verðbólguna með fleiri nýjum sköttum og gjöldum en talin verða á fingrum annarrar handar, né óhjákvæmilegt.
Það var hvorki vinsælt né óhjákvæmilegt að reyna að láta almenning borga skuldir einkafyrirtækja.

Og svo framvegis. Og svo gáfu þessir asnar palestínumönnum 130 milljíonir.... ég sé eftir þeim pening.

Allt kjörtímabilið sem nú er að líða hefur ríkisstjórnin unnið kappsamlega að því að reisa samfélagið úr rústunum.

Og þurrt vatn rennur úr sjónum til fjalla.

Nú er reyndar svo komið að efnahagsmál landsins hafa tekið algerum stakkaskiptum

Við erum á hvínandi kúpinni ennþá.

allir erlendir sérfræðingar sem fylgst hafa með endurreisninni hafa borðið lofsorð á árangur stjórnvalda.

Nefndu nöfn. Eða bara eitt. Þar er sauður sem ég þarf að hella mér yfir og hæða, að eilífu.

Fulltrúar þeirra flokka sem komu landinu á hausinn, þ.e. Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, halda hins vegar áfram að gaspra um að allt sé ómögulegt þótt þeir auðvitað viti betur.

Afsakið, en ég man ekki betur en SAMFYLKINGIN hafi verið hinn hrunflokkurinn. En ég man þetta náttúrlega svo vel, því ég var þar. Ímyndið ykkur bara hve hissa ég var þegar fólk kaus hana yfir sig aftur.

En hvað svo? Hvað tekur við eftir kosningar?

Annað hrun? Vegna þess að skuldirnar sem Samspillingin og VitGrannir er óviðráðanlegar. Það á amk eftir að taka mörg ár að moka skítinn eftir þau.

Á næsta kjörtímabili er afar mikilvægt að í stjórn landsins verði í höndum félagshyggjuafla

Afsakið, það hefur reynst með afbrigðum illa. Síðan 1944. 15% verðbólga að jafnaði, manstu?

En félagshyggju fáum við, þó hún verði á formi semi-nazista í formi Framsóknar, og sósíaldemókrata í formi Sjálfstæðisflokks.

sem haldi uppbyggingunni áfram í nafni jafnaðar og réttlætis.

Niðurbrjótandi er þeirra uppbygging og rangt er þeirra réttlæti.

Á sama hátt og yfirstandandi kjörtímabil hefur einkennst af varnarleik

Við fólkið höfum oft þurft að verjast yfirgangi stjórnvalda, tvisvar unnum við mikinn sigur á þeim, þegar okkur tókst með harðfylgi að kría þjóðaratkvæðagreiðzlu út úr Óla Fosseta. En ekki hefur alltaf gengið svo vel... því miður. Við höfum misst mörgþúsund manns til Noregs.

þarf það næsta að einkennast af lífskjarasókn sem byggir á traustum grunni og sem nær til allra landsmanna en ekki aðeins til útvalinna eins og raunin var í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Öll þessi öfugmæli hjá þér láta þá líta svo vel út.

Lygarnar eru of augljósar, þú mátt ekki gleyma, ég var hérna allan tímann, ég sá þetta.

Þess vegna er rökrétt, ábyrgt og skynsamlegt að fela Vinstrihreyfingunni- grænu framboði áframhaldandi umboð til góðra verka.


Hey, þeir fengu umboð til góðra verka hér fyrir 4 árum. Þeir nýttu það til illvirkja eingöngu.

Köstum ekki frá okkur þeim árangri sem náðst hefur.

Þessi árangur... enginn nýr iðnaður, nokkur útgerðarfyrirtæki eru á leiðinni á hausinn, fólk flytur til Noregs, atvinnuleysið er meira en tölur gefa til kynna vegna bókhaldssvindls, sífellt hækkandi verðlag og lækkandi laun.... Köstum þeim árangri sem lengst. Fáum ólýmpíu-sleggjukastara til þess.

Tryggjum áframhaldandi framfarir. Kjósum X V laugardaginn 27. apríl 2013

Nei. Þeir eru illmenni hin mestu. Réttast væri að kjósa þá af eyjunni, en það stendur víst ekki til boða, svo... það eru þarna 12 aðrir flokkar sem vert er að kíkja á í staðinn.

þriðjudagur, apríl 23, 2013

Dagur 49 ár 9 (dagur 3335, færzla nr. 1191)

Borgar sig að taka upp krónu?

Reiknum það út:

Það tekur svona tvær og hálfa sekúndu að beygja sig niður til þess að taka upp krónu sem liggur á jörðinni.

Meðal tímakaup Íslendings er svona 1000 kall.  Það gerir  svona 17 krónur á mínútu, eða  0.3 á sekúndu.  Það gerir á 2 og 1/2 sekúndu: 0.7 krónur.

Svo, já, það borgar sig að taka upp krónu.

Þegar maður er svo kominn með eitthvað yfir 2000 kall á tímann er það orðið tímasóun.  Þá borgar sig samt enn að taka upp evru.

sunnudagur, apríl 21, 2013

Dagur 47 ár 9 (dagur 3333, færzla nr. 1190)

Jæja, það er smá stund síðan ég birti eina svona, en þetta er nýlega komið út:



AMV Hell 6.66

Þessi er aðeins betri en AMV Hell 5, þetta er orðið svolítið þróað hjá þessum gaurum, eitthvað af nýrri músík og klippurnar teknar úr nýjum þáttum - þetta er ekki 15% Evangelion, eins og AMV Hell 3.  Og aftur þurfiði ekki að hafa séð neitt af þessu.

Og hér er lag úr einni svona teiknimynd:


Músík vídeó fyrir titillagið úr "Another."



miðvikudagur, apríl 17, 2013

Dagur 44 ár 9 (dagur 3330, færzla nr. 1189)

Ég var að benda Birni og Jóhönnu á að þetta er eitt af fáum Íslenskum tónverkum sem eru til á Jútúb:


Íslensk tónlist er vandfundin á túbinu.  Það er til dæmis meira en að segja það að leita að þessu lagi.  Það ER á jút+ub.  Hér er linkurinn.

sunnudagur, apríl 14, 2013

Dagur 41 ár 9 (dagur 3327, færzla nr. 1188)

Hnattræn hlýnun lætur mikið bíða eftir sér. Við þurfum að fara að gefa frá okkur meiri koltvísýring - amk ef eitthvað er að marka umhverfisverndarsinna. Þeir segja að meiri koltvísýringur lagi öll okkar veður-vandamál.

Andið hraðar, eða eitthvað.

***
Þetta blogg er víst á Finnsku, amk vill google translate meina að svo sé.  Hvað er svona finnskt við þetta hjá mér?  Eru það elgirnir?

***


Klaufabárðarnir.  Smá blast from the past.  

sunnudagur, apríl 07, 2013

Dagur 34 ár 9 (dagur 3320, færzla nr. 1187)


Bíll.


Annar bíll.


Enn einn bíll.


Þessi er mjög spes.





miðvikudagur, apríl 03, 2013

Dagur 30 ár 9 (dagur 3316, færzla nr. 1186)


Niðri við smábátahöfn

Sigurður VE

Léttir

Léttir frá hlið

Um borð í Létti

Skip

Skip í fjarska

Þetta flýtur víst
PH Víking

Tómur bátur

Á strandstað

Það er víst allur vindur úr þessum.