Dagur 272:
Ég hata jólalög. Nei, í alvöru. Mér er meinilla við jólalög. Ég myndi drepa þau hvert og eitt af ég gæti. Það er heill mánuður tileinkaður þessum andskota.
Svo voru þessir andskotar á þingi að hækka bifreiðagjöldin, en enginn tók eftir því. Og hækka brennivínið í leiðinni, svo það sé nú dýrara en áður að gleyma þeirri hækkun.
Svei!
hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
mánudagur, nóvember 29, 2004
Dagur 271:
Djöfulsisn hálka er þarna úti. Gangstéttirnar eru eins og skautasvell, samt er ekki svo kalt. Þetta er samsæri! Það er búið að hækka frostmarkið, það er ég viss um! Upp í svona 2°C. Ég er viss um að það er gert til að minnka áhrif hækkandi hitastigs vegna... einhvers sem við ráðum ekki við.
Það á að kenna gróðurhúsaáhrifum um þetta. Var samt ekki himininn heiður mikinn hluta sumars? Það er sem mig minni það. Nú er skýjað. Nú ættu að vera gróðurhúsaáhrif. Afhverju er þá ekki hlýrra? Kannski væri kaldara. Kannski væri jafnvel heita vatnið frosið ef skýjanna nyti ekki við.
Hver veit?
Djöfulsisn hálka er þarna úti. Gangstéttirnar eru eins og skautasvell, samt er ekki svo kalt. Þetta er samsæri! Það er búið að hækka frostmarkið, það er ég viss um! Upp í svona 2°C. Ég er viss um að það er gert til að minnka áhrif hækkandi hitastigs vegna... einhvers sem við ráðum ekki við.
Það á að kenna gróðurhúsaáhrifum um þetta. Var samt ekki himininn heiður mikinn hluta sumars? Það er sem mig minni það. Nú er skýjað. Nú ættu að vera gróðurhúsaáhrif. Afhverju er þá ekki hlýrra? Kannski væri kaldara. Kannski væri jafnvel heita vatnið frosið ef skýjanna nyti ekki við.
Hver veit?
laugardagur, nóvember 27, 2004
Dagur 269:
Já. Ég var að leyta að mynd sem Illugi og có höfðu sett á netið - mynd sem ég tók, og ver þessvegna sett inn á mínu nafni, þegar ég rakst á hann nafna minn hér að ofan. Ekki gerði ég mér grein fyrir þessu.
Furðulegt alveg.
Jæja, á endanum fann ég þó það sem ég leitaði að:
Guerillas in the mist!
Já. Ég var að leyta að mynd sem Illugi og có höfðu sett á netið - mynd sem ég tók, og ver þessvegna sett inn á mínu nafni, þegar ég rakst á hann nafna minn hér að ofan. Ekki gerði ég mér grein fyrir þessu.
Furðulegt alveg.
Jæja, á endanum fann ég þó það sem ég leitaði að:
Guerillas in the mist!
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Dagur 265:
Mmm... Ferskt loft. Mökkurinn liggur ekki yfir þar sem ég bý. Nei. En hann liggur yfir bókhlöðuna, og trúlega háskólann líka. Frábært. Dásamlegt. Bót er þó í máli: það mun vart nokkrum detta í hug að opna gluggann til að geta andað að sér fersku lofti.
Ég er ekki í stuði fyrir einhverjar frosthörkur svona snemma morguns.
Mér heyrist á fjölmiðlum að þetta sé allt hin mesta skemmtun. Hvað eru, 80 og eitthvað björgunarsveitir á staðnum? Með kannski öl, og stjörnuljós? Það verður jú að nýta hvert tækifæri sem gefst. Þeir gera ekki góðar áramótabrennur lengur.
Mmm... Ferskt loft. Mökkurinn liggur ekki yfir þar sem ég bý. Nei. En hann liggur yfir bókhlöðuna, og trúlega háskólann líka. Frábært. Dásamlegt. Bót er þó í máli: það mun vart nokkrum detta í hug að opna gluggann til að geta andað að sér fersku lofti.
Ég er ekki í stuði fyrir einhverjar frosthörkur svona snemma morguns.
Mér heyrist á fjölmiðlum að þetta sé allt hin mesta skemmtun. Hvað eru, 80 og eitthvað björgunarsveitir á staðnum? Með kannski öl, og stjörnuljós? Það verður jú að nýta hvert tækifæri sem gefst. Þeir gera ekki góðar áramótabrennur lengur.
sunnudagur, nóvember 21, 2004
laugardagur, nóvember 20, 2004
föstudagur, nóvember 19, 2004
Dagur 261:
Í gær lenti ég á ljósum: það var græna og rauða ljósið. Samtímis. veit ekki hvað það þýðir. Á ég að bíða eða á ég að fara? Samtímis? Það fer enn í taugarnar á mér hvað þetta er bjart, þetta græna ljós. Veit ekki hver meiningin er eiginlega.
Það er mikið af köttum í bænum. Þetta leitar í hlýjuna, og þess vegna er ekki óalgengt að sjá einstaka kvikindi á nýlögðum bíl. Svo er fyrir komið appelsínugula kettinum sem er alltaf í bókhlöðunni. Hann situr ofaná hitagrillinu í anddyrinu.
Fann þetta hjá Andra Hugo
Take the quiz: "Which American City Are You?"
Washington DC
You're rotten to the core. You're deeply agressive; street-level violence and big-time politics.
Frábært.
Í gær lenti ég á ljósum: það var græna og rauða ljósið. Samtímis. veit ekki hvað það þýðir. Á ég að bíða eða á ég að fara? Samtímis? Það fer enn í taugarnar á mér hvað þetta er bjart, þetta græna ljós. Veit ekki hver meiningin er eiginlega.
Það er mikið af köttum í bænum. Þetta leitar í hlýjuna, og þess vegna er ekki óalgengt að sjá einstaka kvikindi á nýlögðum bíl. Svo er fyrir komið appelsínugula kettinum sem er alltaf í bókhlöðunni. Hann situr ofaná hitagrillinu í anddyrinu.
Fann þetta hjá Andra Hugo
Take the quiz: "Which American City Are You?"
Washington DC
You're rotten to the core. You're deeply agressive; street-level violence and big-time politics.
Frábært.
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Dagur 260:
Leitaði að "260" í google, og þessi mynd kom. Þetta er, eins og allir sjá, dyr vítis. Ekki spyrja mig hvar dyrabjallan er.
Leitaði að "260" í google, og þessi mynd kom. Þetta er, eins og allir sjá, dyr vítis. Ekki spyrja mig hvar dyrabjallan er.
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Dagur 259:
Ég hata snjó. Þetta veldur því, eins og ég hef kannski áður sagt, að það verða umferðarteppur. Ljós, sem voru slæm áður, eru nú verri. Í gær ók ég yfir Gullinbrú, og það var einn bíll fastur á leið niður, og þrír á leið upp, þar af einn asni á Bens, með örugglega slicks á öllum dekkjum til að lúkka kúl. Fíflið sat fast á miðri brekku, úti á miðri götu.
Hvernig stendur annars á þessair umferð? Býr enginn innan kílómeters frá vinnustaðnum sínum hérna? Djöfuls della er það. Margir búa í Garðabæ og Hafnarfirði, sem er skiljanlegt, því þeim bæjum er betur stjórnað að öllu leyti en Reykjavík, OG fasteignaverðið er lægra.
Ég hata snjó. Þetta veldur því, eins og ég hef kannski áður sagt, að það verða umferðarteppur. Ljós, sem voru slæm áður, eru nú verri. Í gær ók ég yfir Gullinbrú, og það var einn bíll fastur á leið niður, og þrír á leið upp, þar af einn asni á Bens, með örugglega slicks á öllum dekkjum til að lúkka kúl. Fíflið sat fast á miðri brekku, úti á miðri götu.
Hvernig stendur annars á þessair umferð? Býr enginn innan kílómeters frá vinnustaðnum sínum hérna? Djöfuls della er það. Margir búa í Garðabæ og Hafnarfirði, sem er skiljanlegt, því þeim bæjum er betur stjórnað að öllu leyti en Reykjavík, OG fasteignaverðið er lægra.
mánudagur, nóvember 15, 2004
Dagur 257:
Snjór. Eins fallegt og það er að hafa snjó, (hann felur ruslið) þá er hann kvimleiður. Það myndast hálka á vegum, sem lægsti samnefnarinn ræður ekki við, og þvælist því meira og meira fyrir æðri verum eins og mér.
Að öðru leiti gengur dagurinn sinn vanagang. Ég vakna, nauðsynlega, og fer og tékka á hvað allir hafa að segja þar - Boggi er fyrstur, því hann er með link inn á alla hina (nema frænda minn, en hann er bloggletingi eins og Þóranna), svo þarf að tékka á mogganum... sjá að ekkert hefur gerst.
Ég er samt á því að þessi kuldi gæti verið betri en hitinn sem var í sumar. Ég er bara ekki í stuði fyrir 30 stiga hita.
Snjór. Eins fallegt og það er að hafa snjó, (hann felur ruslið) þá er hann kvimleiður. Það myndast hálka á vegum, sem lægsti samnefnarinn ræður ekki við, og þvælist því meira og meira fyrir æðri verum eins og mér.
Að öðru leiti gengur dagurinn sinn vanagang. Ég vakna, nauðsynlega, og fer og tékka á hvað allir hafa að segja þar - Boggi er fyrstur, því hann er með link inn á alla hina (nema frænda minn, en hann er bloggletingi eins og Þóranna), svo þarf að tékka á mogganum... sjá að ekkert hefur gerst.
Ég er samt á því að þessi kuldi gæti verið betri en hitinn sem var í sumar. Ég er bara ekki í stuði fyrir 30 stiga hita.
laugardagur, nóvember 13, 2004
Dagur 255:
Heill Sesari! Eða eitthvað í þá áttina. Það held ég að sumir af þessum keisurum hafi haft það skítt. Það var alltaf verið að eitra fyrir þeim. Og til að toppa það, held ég það hafi verið slæmt að heita Septimus. Vegna þess að nafnið lýkist "septic tank" of mikið.
Septimus sagði:
"Get along; pay off the soldiers; and disregard everyone else."
Maður þarf ekki að vera Boggi til að vera fræðandi.
Heill Sesari! Eða eitthvað í þá áttina. Það held ég að sumir af þessum keisurum hafi haft það skítt. Það var alltaf verið að eitra fyrir þeim. Og til að toppa það, held ég það hafi verið slæmt að heita Septimus. Vegna þess að nafnið lýkist "septic tank" of mikið.
Septimus sagði:
"Get along; pay off the soldiers; and disregard everyone else."
Maður þarf ekki að vera Boggi til að vera fræðandi.
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Dagur 253:
Þeir segja að Arafat sé dauður núna. Sem er gott fyrir hann, því ég var farinn að óttast að þeir myndu grafa hann lifandi. Sem hefði verið slæmt.
Á sínum tíma var mjög vinsælt að grafa vestu-meyjar lifandi. Það er ég viss um að það hefur verið mikið stuð að sitja yfir gröfum þeirra og hlusta á þær væla: "hleyptu mé út! Ég meinti þetta ekki! Ég skal vera góð!" í svona 2-4 daga. Menn hafa örugglega haft með sér snakk og bjór, og rætt um daginn og veginn þarna. Núna höfum við Dylan.
Já. Það var búið að moka holu fyrir Arafat kallinn löngu áður en hann var dauður. Hvað ef hann hefði verið í coma í svona 10 ár? Hefði ekki verið meiri og meiri freisting að nota gröfina undir einhvern annan?
Amma sagði mér í gær, að þetta sé ekkert nýtt. Á Siglufirði þegar hún var ung, þ.e.a.s á for-kambríum tímabilinu, þá var tekin gröf 20 árum áður en sá sem hana átti lagðist þar til hinstu hvílu. Að vísu var gæjinn sem átti gröfina og gæinn sem tók gröfina sami gæinn, svolítið sérvitur, en það er ekki hægt að segja að hann hafi verið óundirbúinn. Er þín gröf tilbúin? Ef ekki, mæli ég með að þú pantir pláss núna á garði. Það er aldrei að vita nema öll pláss verði full þegar röðin kemur að þér.
Já, það er svo praktískt að vera dauður. Fyrir þann sem er dauður. Dauðir menn hafa aldrei áhyggjur af fjármálum. Né nokkru öðru. Þessvegna eru rónar svo sniðugir. Þeir eiga engan pening, ekki einusinni fyrir eigin útför, vitandi það innst inni að það yrði ekki tekið í mál að leyfa þeim bara að rotna á Hlemmi.
Hvað er annars verið að serímóníast með þessi lík? Og því að taka sér landsvæði undir þau? Indverjarnir vita, og hafa vitað lengi að það er tóm tjara að taka land undir lík. Þeir brenna bara sín lík og dömpa svo öskunni í Ganges. Þannig fer ekkert land til spillis, og líkið hverfur aftur til náttúrunnar. Það er ég viss um að sé slíkur hlutur sem sál er sögð vera, þá hverfi hún við dauðann hvert sem verða vill. Allar þessar serímóníur eru ekki fyrir þá dauðu, heldur fyrir þá lifandi.
Ég hef talað.
Þeir segja að Arafat sé dauður núna. Sem er gott fyrir hann, því ég var farinn að óttast að þeir myndu grafa hann lifandi. Sem hefði verið slæmt.
Á sínum tíma var mjög vinsælt að grafa vestu-meyjar lifandi. Það er ég viss um að það hefur verið mikið stuð að sitja yfir gröfum þeirra og hlusta á þær væla: "hleyptu mé út! Ég meinti þetta ekki! Ég skal vera góð!" í svona 2-4 daga. Menn hafa örugglega haft með sér snakk og bjór, og rætt um daginn og veginn þarna. Núna höfum við Dylan.
Já. Það var búið að moka holu fyrir Arafat kallinn löngu áður en hann var dauður. Hvað ef hann hefði verið í coma í svona 10 ár? Hefði ekki verið meiri og meiri freisting að nota gröfina undir einhvern annan?
Amma sagði mér í gær, að þetta sé ekkert nýtt. Á Siglufirði þegar hún var ung, þ.e.a.s á for-kambríum tímabilinu, þá var tekin gröf 20 árum áður en sá sem hana átti lagðist þar til hinstu hvílu. Að vísu var gæjinn sem átti gröfina og gæinn sem tók gröfina sami gæinn, svolítið sérvitur, en það er ekki hægt að segja að hann hafi verið óundirbúinn. Er þín gröf tilbúin? Ef ekki, mæli ég með að þú pantir pláss núna á garði. Það er aldrei að vita nema öll pláss verði full þegar röðin kemur að þér.
Já, það er svo praktískt að vera dauður. Fyrir þann sem er dauður. Dauðir menn hafa aldrei áhyggjur af fjármálum. Né nokkru öðru. Þessvegna eru rónar svo sniðugir. Þeir eiga engan pening, ekki einusinni fyrir eigin útför, vitandi það innst inni að það yrði ekki tekið í mál að leyfa þeim bara að rotna á Hlemmi.
Hvað er annars verið að serímóníast með þessi lík? Og því að taka sér landsvæði undir þau? Indverjarnir vita, og hafa vitað lengi að það er tóm tjara að taka land undir lík. Þeir brenna bara sín lík og dömpa svo öskunni í Ganges. Þannig fer ekkert land til spillis, og líkið hverfur aftur til náttúrunnar. Það er ég viss um að sé slíkur hlutur sem sál er sögð vera, þá hverfi hún við dauðann hvert sem verða vill. Allar þessar serímóníur eru ekki fyrir þá dauðu, heldur fyrir þá lifandi.
Ég hef talað.
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Dagur 252:
Hvenar hrekkur Arafat uppaf? Er hann kannski þegar dauður? Þetta er spurningin. Hún er mikið sniðugri en allt þetta röfl um ábyrgð forstjóra olíufélaganna. Auðvitað bera þeir ábyrgð. Þeir eru forstjórarnir. Hvað halda menn eiginlega að forstjórastarfið hafi í för með sér? Að mönnum beri skilda til að sjá um að gólfin séu alltaf skúruð?
Vinur hans Steingríms var þó skemmtilegur, stóð fyrir sprengjuárásum og öðru slíku. Svo var hann alltaf með þetta asnalega höfuðfat. Ég segi "var", því þó gæinn sé kannski ekki alveg dauður í þessum skrifuðum orðum, þá held ég nú samt að þeir hafi tekið af honum húfuna þegar þeir stungu honum á spítala.
Hvað svo? Nú, þegar Arafat drefst, þá tekur við einhver litlaus karakter sem við gleymum öll um leið og hætt er að tala um hann eftir fréttir hvern dag.
Hvenar hrekkur Arafat uppaf? Er hann kannski þegar dauður? Þetta er spurningin. Hún er mikið sniðugri en allt þetta röfl um ábyrgð forstjóra olíufélaganna. Auðvitað bera þeir ábyrgð. Þeir eru forstjórarnir. Hvað halda menn eiginlega að forstjórastarfið hafi í för með sér? Að mönnum beri skilda til að sjá um að gólfin séu alltaf skúruð?
Vinur hans Steingríms var þó skemmtilegur, stóð fyrir sprengjuárásum og öðru slíku. Svo var hann alltaf með þetta asnalega höfuðfat. Ég segi "var", því þó gæinn sé kannski ekki alveg dauður í þessum skrifuðum orðum, þá held ég nú samt að þeir hafi tekið af honum húfuna þegar þeir stungu honum á spítala.
Hvað svo? Nú, þegar Arafat drefst, þá tekur við einhver litlaus karakter sem við gleymum öll um leið og hætt er að tala um hann eftir fréttir hvern dag.
mánudagur, nóvember 08, 2004
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Dagur 249:
Það er ekkert í fréttum sem við vissum ekki fyrir. Málið er bara, að í gamla daga var það allt löglegt. Til forna, fyrir daga evrópusambandsins. Gamla feudal-gengið er bara aðeins að flaska á þessum nýju reglum.
Smá tipp: þið getir æft ykkur í að sjá hvort menn eru að ljúga með því að horfa á olíupeyjana í kassanum. (hint, það er hve merkingarbær setning.)
Sko, þegar þeir ljúga, þá annaðhvort horfa þeir á gólfið, til hliðar, eða hrukka ennið snögglega, þarna rétt yfir augabrúnunum. En bara stutt. Takið eftir því?
Kommúnismi hefur aldrei verið við lýði í hreinustu mynd. Ekki eins og Marx setti hann fram í það minnsta. Af þeirri einföldu ástæðu, að það er bara gjörsamlega ómögulegt. Besta nálgun er framin á Kúbu. Þar er þvílík paradís á jörð, að menn eru tilbúnir til að skella sér í 100 kílómetra sundsprett yfir haf fullt af barrakúdum, hákörlum og hvölum til að sleppa þaðan.
Hér var líka svolítið nálægt því. Samt vorum við eiginlega aðeins of mikið undir lénsræði til að flokkast sem algerir kommar. Við vorum alltaf meira svona fasistar. Síðasta kommúníska hreyfing inni á þingi var þegar Davíð lagði fram fjölmiðlafrumvarpið.
Hver er svo munurinn á lénsræði og fasisma?
Undir fasisma gætu stórfyrirtæki þurft að fara að lögum - en bara ef fasisminn er kallaður "sósíal-demókratismi". Ef það er þjóðernis-sósíalismi, þá er það ekkert gefið.
Það er ekkert í fréttum sem við vissum ekki fyrir. Málið er bara, að í gamla daga var það allt löglegt. Til forna, fyrir daga evrópusambandsins. Gamla feudal-gengið er bara aðeins að flaska á þessum nýju reglum.
Smá tipp: þið getir æft ykkur í að sjá hvort menn eru að ljúga með því að horfa á olíupeyjana í kassanum. (hint, það er hve merkingarbær setning.)
Sko, þegar þeir ljúga, þá annaðhvort horfa þeir á gólfið, til hliðar, eða hrukka ennið snögglega, þarna rétt yfir augabrúnunum. En bara stutt. Takið eftir því?
Kommúnismi hefur aldrei verið við lýði í hreinustu mynd. Ekki eins og Marx setti hann fram í það minnsta. Af þeirri einföldu ástæðu, að það er bara gjörsamlega ómögulegt. Besta nálgun er framin á Kúbu. Þar er þvílík paradís á jörð, að menn eru tilbúnir til að skella sér í 100 kílómetra sundsprett yfir haf fullt af barrakúdum, hákörlum og hvölum til að sleppa þaðan.
Hér var líka svolítið nálægt því. Samt vorum við eiginlega aðeins of mikið undir lénsræði til að flokkast sem algerir kommar. Við vorum alltaf meira svona fasistar. Síðasta kommúníska hreyfing inni á þingi var þegar Davíð lagði fram fjölmiðlafrumvarpið.
Hver er svo munurinn á lénsræði og fasisma?
Undir fasisma gætu stórfyrirtæki þurft að fara að lögum - en bara ef fasisminn er kallaður "sósíal-demókratismi". Ef það er þjóðernis-sósíalismi, þá er það ekkert gefið.
laugardagur, nóvember 06, 2004
Dagur 248:
Oft þegar ég er að skoða fréttirnar á textavarpinu, birtist mér athyglisvert tilboð fyrir neðan:
Langar þig í kettling?
Auðvitað! Hvern langar ekki í kettling? Svo ég skoða þetta. Þá birtist mér nokkuð undarlegt:
Anna gæludýr; seld og gefin.
Merkilegt. Hvernig er þessi Anna gæludýr? Hvernig er hægt að bæði gefa hana og selja? Bítur hún ef ég klappa henni öfugt? Hvernig hugsar maður um hana? Er Önnu gæludýri nóg að vera í kassa í þvottahúsinu, eða vill hún frekar sofa uppi í rúmi? Hvað borðar Anna gæludýr?
Nú er Anna gæludýr búin að vera til sölu/gefins í meira en ár. Sem fær mig til að velta fyrir mér hvort hún sé ekki of hátt verðlögð, jafnvel gefins. Bráðlega fer hún að verða of gömul, og þá vill hana enginn.
Það vill enginn svo gamalt dýr að ekkert sé eftir annað en að lóga því. Það grunar mig að lyggi fyrir Önnu gæludýri.
Oft þegar ég er að skoða fréttirnar á textavarpinu, birtist mér athyglisvert tilboð fyrir neðan:
Langar þig í kettling?
Auðvitað! Hvern langar ekki í kettling? Svo ég skoða þetta. Þá birtist mér nokkuð undarlegt:
Anna gæludýr; seld og gefin.
Merkilegt. Hvernig er þessi Anna gæludýr? Hvernig er hægt að bæði gefa hana og selja? Bítur hún ef ég klappa henni öfugt? Hvernig hugsar maður um hana? Er Önnu gæludýri nóg að vera í kassa í þvottahúsinu, eða vill hún frekar sofa uppi í rúmi? Hvað borðar Anna gæludýr?
Nú er Anna gæludýr búin að vera til sölu/gefins í meira en ár. Sem fær mig til að velta fyrir mér hvort hún sé ekki of hátt verðlögð, jafnvel gefins. Bráðlega fer hún að verða of gömul, og þá vill hana enginn.
Það vill enginn svo gamalt dýr að ekkert sé eftir annað en að lóga því. Það grunar mig að lyggi fyrir Önnu gæludýri.
föstudagur, nóvember 05, 2004
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Dagur 245:
Í dag er allt á seyði, en samt ekkert. Fossetakosningar í USA, koma okkur hér lítið við, þar sem báðir gaurarnir eru með cirka sömu skoðun á utanríkismálum.
Stríð í Írak, kemur okkur ekkert við, því við eigum engin viðskifti við það land. Olía, gæti einhver sagt, ég segi á móti: okkar olía kemur úr Norðursjó, frá Noregi, og hugsanlega Rússlandi. Fú!
Samráð á olíumarkaði innanlands... við vissum það. Þessvegan komust Irwing gæjarnir ekki að. Ríkið hjálpaði olíufélögunum að svindla á okkur. Afhverju er ekki ríkið kært fyrir að hjálpa glæponum?
Svo er þetta eldgos. Það sést ekki frá borg óttans, og áhrifa þess verður hér lítt vart, nema ef vera skildi að Egilstaðabúar hanga hér deginum lengur sökum þess, sem er ekki nema gott fyrir efnahag borgarinnar.
Allt þetta dregur athyglina frá gömlu þvældu dægurmálunum: brottflutningur bænda, (blah blah blah bleh), óánægja stéttar X með kaup og kjör, verðbólga (eigum við að hafa áhyggjur af henni? Afhverju?) Stríð í Ísrael (! hvernig í helvíti kemur það okkur við? OKKUR!?! Það er ekki eins og þetta fari fram í breiðholtinu!) og að sjálfsögðu: hækka verður skattana til þess að standa í einhverju verkefni sem lítil prósenta fólks sem enginn sem ég þekki þekkir geti staðið í einhverju sem ég hef engan áhuga á.
Fjör.
Í dag er allt á seyði, en samt ekkert. Fossetakosningar í USA, koma okkur hér lítið við, þar sem báðir gaurarnir eru með cirka sömu skoðun á utanríkismálum.
Stríð í Írak, kemur okkur ekkert við, því við eigum engin viðskifti við það land. Olía, gæti einhver sagt, ég segi á móti: okkar olía kemur úr Norðursjó, frá Noregi, og hugsanlega Rússlandi. Fú!
Samráð á olíumarkaði innanlands... við vissum það. Þessvegan komust Irwing gæjarnir ekki að. Ríkið hjálpaði olíufélögunum að svindla á okkur. Afhverju er ekki ríkið kært fyrir að hjálpa glæponum?
Svo er þetta eldgos. Það sést ekki frá borg óttans, og áhrifa þess verður hér lítt vart, nema ef vera skildi að Egilstaðabúar hanga hér deginum lengur sökum þess, sem er ekki nema gott fyrir efnahag borgarinnar.
Allt þetta dregur athyglina frá gömlu þvældu dægurmálunum: brottflutningur bænda, (blah blah blah bleh), óánægja stéttar X með kaup og kjör, verðbólga (eigum við að hafa áhyggjur af henni? Afhverju?) Stríð í Ísrael (! hvernig í helvíti kemur það okkur við? OKKUR!?! Það er ekki eins og þetta fari fram í breiðholtinu!) og að sjálfsögðu: hækka verður skattana til þess að standa í einhverju verkefni sem lítil prósenta fólks sem enginn sem ég þekki þekkir geti staðið í einhverju sem ég hef engan áhuga á.
Fjör.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)