miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Dagur 252:

Hvenar hrekkur Arafat uppaf? Er hann kannski þegar dauður? Þetta er spurningin. Hún er mikið sniðugri en allt þetta röfl um ábyrgð forstjóra olíufélaganna. Auðvitað bera þeir ábyrgð. Þeir eru forstjórarnir. Hvað halda menn eiginlega að forstjórastarfið hafi í för með sér? Að mönnum beri skilda til að sjá um að gólfin séu alltaf skúruð?

Vinur hans Steingríms var þó skemmtilegur, stóð fyrir sprengjuárásum og öðru slíku. Svo var hann alltaf með þetta asnalega höfuðfat. Ég segi "var", því þó gæinn sé kannski ekki alveg dauður í þessum skrifuðum orðum, þá held ég nú samt að þeir hafi tekið af honum húfuna þegar þeir stungu honum á spítala.

Hvað svo? Nú, þegar Arafat drefst, þá tekur við einhver litlaus karakter sem við gleymum öll um leið og hætt er að tala um hann eftir fréttir hvern dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli