fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Dagur 338 ár 2 (dagur 703, færzla nr. 366):

Bíllinn fór ekki í gang í gær. Það er í honum rafmagnsgremlin. Sama hvað ég fiktaði í tengjunum þá gerðist ekkert. Ef það fer ekki í lag þegar hlýnar þá freistast ég til að kveikja í honum.

Svo kom ég heim og þá komst ég að því að hann Hjalti litli hefur rænt strætóklinkinu mínu. Helvítis kryppildið. Ef þú ert að lesa þetta sauðurinn þinn, þá er ástæða fyrir því að þessir aurar voru þarna. Þú skuldar.

Ég kom heim um svipað leyti og amma. Hún sagði mér að ég svaraði henni aldrei. Upp úr þurru sagði hún þetta. Ég hélt að fyrst yrði hún að spyrja einhvers áður en ég yrði að svara. Mér skylst helst á henni að svo sé ekki.

Það eru ekki bara ungar stúlkur sem eru hálf klikkaðar, það eru líka gamlar kellingar sem hafa þann eiginleika. Fólk breytist nefnilega ekki með árunum. Nema þá helst að það fái Alzheimer, Sýfilis eða eitthvað þaðan af verra.

Svo eru vitleysingar sendandi mér SMS, heimtandi að ég kjósi. Hey, ég gerði það í gær.

Það er vinna á eftir. Vantar eignlega að bíllinn fari í gang til þess að drösla mér þangað og þaðan. Það eru góðar líkur á að hann geri það ekki.

Ekkert nema vesen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli