fimmtudagur, september 11, 2008

Dagur 191 ár 4 (dagur 1651, færzla nr. 714):

Í dag eru 8 ár síðan Hryðjuverkamennirnir unnu.

Og hvernig unnu þeir?

Fyrir 8 árum var flestum slétt sama um utanríkisstefnu USA. Núna keppist fjöldinn allur af liði um að útmála hana sem eitthvað ógurlegt. Sama fólk veit líklegast minnst hver utanríkisstefna USA er. Reyndar er ég hreint ekkert viss um að allir þingmenn USA viti hver hún er.

USA er nú með setulið í Afganistan. (Írak kemur 11/9 ekkert við.) Það kostar fullt af pening. Góða hugmyndin var, að í Afganistan var aðal Al-Kæda sellan. Og nú eru þeir allir að berjast við talibana, sem er svar Afgana við VG á Íslandi. Í afganistan virkar ekki 90% af tækjabúnaði USA, því 90% af tækjabúnaði þeirra er til þess að leita að tækjabúnaði sem er einfaldlega ekkert notaður í Afganistan.

Flugavallaröryggi. Jamm. Enga vökva... engar naglaklippur... það þarf að X-reya, þefa, káfa á og róta í gegnum. Og ekki bara farangurinn. Afar uppörvandi. Hér áður var aðal-afsökunin fíkniefnaleit.

Hafnaröryggi. Hafiði séð girðinguna umhverfis Friðarhöfn? Hugsið ykkur nú, ef þið væruð terroristar, og þið ætluðuð að bora gat á eins og eitt skip. Þessi girðing, myndi hún skifta máli? Já. Hún héldi lögreglunni og forvitnum augum frá um stund.

Bjarnason Army. Til að berjast við hryðjuverkamenn. Og Mafíur (sem er skv skilgreiningu, tveir menn með kúbein), fíkniefnadjöfulinn (sem er 1-2 % af þýðinu, alltaf, sama hvað), blaðamenn sem tala illa um þingmenn í ráðandi flokkum, hávær smábörn, fólk með rautt hár, fólk með nafn sem byrjar á Z og tölustafinn 4.

Gvantanamo Bay. Þetta fer í sögubækurnar við hliðina á Spænska Rannsóknarréttinum og KGB. Það skiftir engu máli hve mikill bófi sá er sem fer í þetta batterí, það lítur alltaf jafn illa út fyrir kanann, ekki hryðjuverkamennina. Sem er svo ógeðslega flott múv að það er ótrúlegt. Það er eins og þeir vissu að þetta myndi gerast.

Osama Bin laden. Maðurinn er að verða eins og Elvis. Hann sést á fjarlægum eyðimerkurkaffihúsum, um borð í geimskipum með Stórfæti, Grýlu & Leppalúða, á Balli með Landi & Sonum og á fleiri stöðum. Það eru til Osama Bin Laden eftirhermur. Svo gefur hann alltaf út myndband öðru hvoru. Nú seinast með leiðbeiningum um hvernig á að lita á sér skeggið.

George Bush. Hvað ætli honum hefði tekist að gera ef það hefðu ekki verið nein hryðjuverk? Ég giska á að hann hefði fundið einhverja afsökun til að komast í stríð við Írak. Það getur haft áhugaverðar afleiðingar fyrir efnahaginn að fara í stríð. Yfirleitt slæmar. Það er eiginlega ekki hægt að fara almennilega yfir áhrif þessa gæja á efnahaginn því þessi stríð hans bjaga það allt.
Hann lagði mikla áherzlu á menntun. Hann setti af stað "No Child Left behind" prógrammið, sem var allt að því Sænskt. Og ku hafa haft slæmar aukaverkanir. Þ.e. hægja á gáfaða liðinu og troða vitleysingum áfram.
"After being re-elected, Bush signed into law a Medicare drug benefit program that, according to Jan Crawford Greenburg, resulted in "the greatest expansion in America's welfare state in forty years;" the bill's costs approached $7 trillion."
Maðurinn er farinn að hljóma afar vinstri sinnaður, er það ekki?
"In 2006 Bush declared the Northwestern Hawaiian Islands a national monument, creating the largest marine reserve to date."
Ekki batnar það.

Ekki beint hægrisinnaðasti maður í heimi. En, eins og leftista er siður, þá upphrópa þeir alla sem eru vinstrisinnaðir í aðeins öðrum hlutföllum en þeir sjálfir. Hægri Öfgamenn. Skil ekki af hverju, en grunar að það sé vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um, og eru bara í einhverju liði.

Bandaríkjamenn mega vera honum eilíflega þakklátir fyrir að hafa ekki skrifað undir Kýótó bókunina. Veit ekki með allt hitt. Ég er ekki viss um að hægt sé að kenna honum um stríðin. Þó voru ekki auðveldlega umflúin. Ég bendi aftur á að þessi gæji er ekki einræðisherra.

G.W Bush? Unninn af hryðjuverkamönnum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli