sunnudagur, febrúar 21, 2010

Dagur 356 ár 5 (dagur 2178, færzla nr. 876):

Meira jútúb:

Treiler:



Þetta er örugglega mest óviðeigandi treiler ever. Jæja...

Þetta er fyrsta kvikmynd sem ég og félagarnir gerðum. (Nei, við komum ekki nálægt gerð myndarinnar Sakura no Sono. Þó ég efast ekki um að við gætum örugglega endurgert hana ef Boggi og þeir væri til í að vera í pilsi og Andrésar andar treyju... og við vissum hvað plottið er.) Mig minnir endilega að það hafi verið Beggi sem stakk upp á þessu, ekki ég, þannig að nöldrið í honum. Allt honum að kenna.

Hvað um það, þessi mynd var í það heila vel yfir 6 mínútur. Mikið af því var eitthvað "leave the camera running" stöff. Ég editaði það út vegna þess að ég gat það. Ef einhver hefur áhuga á allri myndinni óklypptir, má sá hinn sami mæta til mín með USB lykil og ég get reddað henni, ekkert mál. En ég er ekki að ljúga þegar ég segi að þessar extra 3 mínútur megi alveg missa sín.

Það var ekkert handrit. Ég man ekki til þess að plottið hafi verið neitt meira en "þessir gaurar fara allir að elta hvorn annan bara af því bara. Bara bara." Ég sá allt of mikið af Sjaplínmyndum þegar ég var yngri.

Nú, þetta er seinni útgáfa af þessari sömu mynd. Fyrri útgáfuna kallaði ég Epic Masterpiece Cinema, og hún er það fyrsta sem kemur upp þegar maður gúglar "epic masterpiece cinema," sem er afar írónískt. Jæja, það er epískt sándtrack... Þessi útgáfa (EMC) lenti á einhverju Líbönsku linkasafni um daginn, og það er víst fullt af fólki í Oman sem hefur séð hana.

Við erum frægir á Arabíuskaganum.

Í þessari útgáfu er ekkert epískt sándtrack. Hinsvegar eru hljóð, sem mér þótti eiga við. Ég fann þau á netinu. Þetta öskur þarna hefur verið notað í mjög mörgum kvikmyndum.

Jæja, hér er hún:



(Er einhver sem klikkar á linkana?)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli