fimmtudagur, desember 23, 2010

Dagur 294 ár 6 (dagur 2486, færzla nr. 978):

Þar sem ég hafði ekkrt til að hlusta á um daginn en Bylgjuna eða læti í vélum, þá varð ég var við hverskonar rusl Bylgjan er.

Það sem er spilað á bylgjunni er: tvö eða þrjú mjög keimlík lög með Björgvin Halldórs, öll flutt nákvæmlega eins. Gamlir Ítalskir slagarar sem hefur verið breytt í jólalög - ekki ósvipað og Baggalútur gerir við gömul rokklög, nema bara gjörsamlega húmorslaust. Tvö eða þrjú létt popplög, frekar keimlík.

Allt í allt færri en tíu lög, fyrir utan eitt og eitt gamalt lag með ABBA.

En beinum athygli okkar nú að þessum ítölsku "jólalögum." Það er ekkert nýtt að útvarpsvæn músík á íslandi sé ítölsk. Helmingurinn af öllu sem Haukur Morthens söng var ítalskt. Sama með Ellý Vilhjálms. "Ég fer í Fríið" er gamalt ítalskt lag.

Þetta er ekkert nýtt. Að Ítalir séu sérlega jólalegir er hinsvegar frekar nýlega til komið. Og nú er svo komið að stór hluti allra jólalaga í útvarpi eru ítölsk popplög.

Þetta er náttúrlega mjög hentugt. Þeir verða aldrei uppiskroppa með ítalska músík, og það eina sem þarf að gera er að semja við þetta texta þar sem "jól" koma fyrir einu sinni eða oftar, og bæta svo við jólabjöllum.

Það eina er, að þetta gæti orðið einhæft. Það er nefnilega svo að popptónlist er mjög einsleit. Fólk vill hafa það þannig. Fólk er alltaf til í að heyra eitthvað nýtt, svo lengi sem það hefur heyrt það oft áður. Svo ég er með hugmynd, sem gæti víkkað út jólalagaflóruna:

Goblin: Ítölsk hljómsveit sem flestir hafa heyrt eitthvað með þó þeir átti sig kannski ekki á því. Það er smá jólafílingur í þessu:



Hlustið á orgelin maður!

Eða Ennio Morricone:



Jóla jóla.

Þetta ljúfa lag eftir Riz Ortalani mætti alveg færa í jólabúning með einhverjum væmnum texta um jólapakka og kerti... eða jólaköttinn.



Ljúft.

Svo eru náttúrlega sumir sem vilja sín jólalög aðeins hressari. Baggalútur hefur aðeins spilað inn á þann markað, svo það er aðeins plægður akur. Hvernig væri þá að setja jólalegan texta undir þetta:



Fleshgod Apocalypse. Það er smá svona jóla í þessu. Þessir eiga það til að hljóma eins og Rachmaninioff eða Stravinsky. Þeir hafa ákveðið að láta það vera að mestu þarna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli