mánudagur, desember 31, 2012

Dagur 298 ár 8 (dagur 3219, færzla nr. 1166)

Það eru að koma áramót. Og hvað gerum við um áramót?


Sprengjum, auðvitað!


Blam!


Áramóta!


Töff.

Og að lokum síðasta Ólínu-staðreynd ársins:


fimmtudagur, desember 27, 2012

Dagur 294 ár 8 (dagur 3215, færzla nr. 1165)

Nú er mikið röflað um hvernig bandaríkjamenn munu vera myrðandi hvern annan alveg hægri-vinstri, vegna þess að þeir eiga svo margar byssur.  Meira að segja Jón Gnarr er að tala um þetta, maður sem segist eiga tvær byssur, og hefur þar af leiðandi örugglega myrt einhvern einhverntíma.

Mér verður hugsað til þess hve auðvelt væri að fjöldamyrða fólk hérna.  Ofbeldismaður gæti brotist inn einhversstaðar þar sem hann veit að eru til skotvopn, græjaður á réttan hátt tæki það hann ekki korter að stela eins og einum riffli og einum haglara.

Svo gæti þessi ofbeldismaður farið í kringluna og böstað kapp í alla innan færis þar til hann yrði skotfæralaus.  Þá myndi sérsveitin mæta á svæðið og sjá ti þess að enginn fengi læknisaðstoð fyrr en um seinan.

Miðað við hvernig gekk hjá Breivik, þá leggst fólk bara niður og lætur myrða sig, svo auðvelt væri fyrir okkar mann að spara ammó með því einu að hafa með sér hamar eða annað barefli og brjóta bara hausa þeirra sem þannig hegða sér.

En gerum nú ráð fyrir að einhver í kringlunni væri með byrru.  Einhver sem væri fastur á Viktoríutímabilinu.

Hvað ætti sá maður að gera?

Ja... tvennt er í boði fyrir þann sérvitring:

1: Að flýja bara og segja engum.  Þannig kemst hann upp með að vera bara hann sjálfur og fær að hafa sína sérvisku í friði.  Það er enginn blettur á hans mannorði.
2: skjóta ofbeldismanninn.

Ef hann velur 2, þá verður hann tekinn fastur með ofbeldi, og má sæta húsleit og eignaupptöku.  Hann verður dæmdur til sekta, ef ekki fangelsis, og verður baktalaður og lagður í einelti fyrir góðverkið.

Maður þarf að hugsa: vill maður fórna sér fyrir fjöldann?  Vill maður fórna sér fyrir fólkið sem hatar mann vegna eigna sinna?

En svo ber líka til þess að hugsa að allir þessir óðu morðingjar sýna ekki mikið hugmyndaflug.  Til dæmis virðist engum hafa dottið í hug að eitra bara fyrir fólki.

Það er auðvelt.  Maður bara reddar sér rottueitri.  Svo gerist maður kokkur hjá stóru mötuneiti.

Af hverju hefur engum dottið það í hug?

Eða mæta með frostlög í árshátíð.  Frostlögurinn fer í bolluna, allir deyja.

Þetta er ekki erfitt.

Og nú þegar ég er búinn að gera alla ofsóknaróða...

Gleðileg jól

Vizka þingheims:


miðvikudagur, desember 26, 2012

Dagur 293 ár 8 (dagur 3214, færzla nr. 1164)

Jól... vúppí.

Jæja... treiler:


Master of the flying guillotine - Kínversk


Motorway - Kínversk


Thale - Norsk.

Og hér er kvikmynd kvöldsins: "the most dangerous game" frá 1932.  Þessi mynd er allt í lagi.  Jú, það er einhver munur á henni og bókinni, til dæmis eru fleiri persónur.  Þær eru alveg óþarfar.  Og þetta er kannski ekki frábærasta útgáfan - Van Damme útgáfan er td miklu öflugri mynd, og útgáfan með IceT & Rutger Hauer er einhvernvegin meira töff, en þessi ræma hefur sinn sjarma.  Og hún er töluvert styttri en hinar.

En hvað um það, fáið ykkur popp og njótið myndarinnar:


sunnudagur, desember 23, 2012

Dagur 290 ár 8 (dagur 3211, færzla nr. 1163)

Heimsendir var hálf kraftlaus eitthvað, fannst mér.

Jæja... svo var jólahreingerningin... ég er búinn að sjá það, að ryksuga er bara tól til að sjúga rykið af gólfinu, og dæla því út í andrúmsloftið. Mikið til bóta að hafa það þar, augljóslega.

En hvað með það:


Með því fylgir nauðsynlega:


úr "School rumble."

Svolítið eurovisionlegt, finnst ykkur ekki?

Spilum eitt jólalag:


Jóla.

Og að lokum er hér speki þingheims:

miðvikudagur, desember 19, 2012

Dagur 286 ár 8 (dagur 3207, færzla nr. 1162)

Ljóðahornið, með Óskari Nafnleyndar


Óskar Nafnleyndar er virt, víðfrægt skáld á sér-mælikvarða, enda duga engir venjulegir mælikvarðar á slíkan snilling. 

Það væri örugglega hægt að fá hann í heimsókn til landsins einhvern daginn gegn vægri greiðzlu ef hann færi einhverntíman af landi brott.


Æl of jú

Að gubba á náungann
er eitthvað sem ég kann
fyrst er að finna þennan mann
svo æli ég beint á hann

Landaljóð

Gott er að eiga landa
gerjaðan á Skeljagranda
Að þamba þann fjanda
vinnur á flestum vanda

Ljáðu mér eyra

Þegar ég er úti að keyra
með eitt afskorið eyra
Af hverjum? Veit ei meira
Samt sennilega af Geira.

Partýstand

Úti á balli
þar er hann Kalli
Svo kemur Valli
og þá er ég sko farinn.

mánudagur, desember 17, 2012

Dagur 284 ár 8 (dagur 3205, færzla nr. 1161)

Hafði nokkurntíma pælt í hvernig heimurinn væri ef allir á jörðinni hugsuðu og hegðuðu sér alveg eins og íslendingar, og hefðu alltaf gert það?

 Pælið í þessu: Það væri ekkert Meyjarhof á Akrapólishæð. Spáið í því - hvað er gert við merkar fornmynjar á Íslandi?

Jú, það er farið með jarðýtuna á þær. Sjáði þennan undarlega torfkofa sem er ekki fyrir neinum? Sjónmengun, með jarðýtuna á hann.

Sjáið fyrsta bíóhús í Evrópu? Rífum það. (Gerðist í alvöru, flettið því upp.)

 New York væri ekki bara borg í einhverju fylki, heldur meiriháttar svæði sem næði frá Maine til Virginíu. Með ámóta þéttri byggð og Reykjavík, vegna þess að það er svo praktískt. Og engin neðanjarðarlest heldur.

Það væru ennþá miðaldir. Allt væri umvafið hrepparíg og vitleysu, þannig að ekkert nýtt kæmist að ef það væri annarsstaðar frá, og það sem birtist nýtt á hverjum stað gleymdist aftur sökum lítillar útbreiðzlu.

Heimur með bara meðal-íslendingum kæmist ekki langt.

Hér er einn meðal Íslendingur:

 

föstudagur, desember 14, 2012

Dagur 281 ár 8 (dagur 3202, færzla nr. 1160)

Fisklaust í augnablikinu.  Jæja.  Hér er þrettándinn 2011:


Ég tók hann upp, bara upp á kikkið.  Hann var flottur.  Sérstaklega parturinn þar sem þeir kveiktu í fjallinu.

Hér er svo önnur staðreynd frá Alþingi:


þriðjudagur, desember 11, 2012

Dagur 278 ár 8 (dagur 3199, færzla nr. 1159)


Hvenar var ég aftur í öskjuhlíðinni að þvælast?  Man ekki nákvæmlega...

En hvað um það:


Speki ráðamanna.  Vísindi?  Hvað er nú það?  Galdrar, það er málið.

sunnudagur, desember 09, 2012

Dagur 276 ár 8 (dagur 3197, færzla nr. 1158)

Ráðamenn eru miklir spekingar. Höfum það í hávegi:

 Músík?


Og ég spái því að þetta verði gert að jólalagi einn daginn.  Vegna þess að það er ítalskt:


Jólalegt.

miðvikudagur, desember 05, 2012

Dagur 272 ár 8 (dagur 3193, færzla nr. 1157)

Kvikmynd kvöldsins... eftir þessa treilera:


Phoenix Wright.  Veit ekki meir.


Rocky Horror.


Tae Guk Gi.

Og þá er það hið heimsfræga listaverk Hendur Orlaks, eða á frummálinu "Orlaks Händer."  Það er Austurrísk expressjónistamynd frá 1924, sem fjallar um píanósnilling sem missir hendurnar í slysi, en er svo heppinn að fá græddar á sig nýjar hendur... en þá fréttir hann að...

Tilbúin með poppið?

 

Hendur Orlaks.  1924.

mánudagur, desember 03, 2012

Dagur 270 ár 8 (dagur 3191, færzla nr. 1156)

Prentið út ykkar eigin byssu:


Bara til þess að fara í taugarnar á nojuðum fasistum.

Já... það er víst desember.  Það þýðir að það er kominn tími fyrir jólalög:


Jóla!