mánudagur, desember 17, 2012

Dagur 284 ár 8 (dagur 3205, færzla nr. 1161)

Hafði nokkurntíma pælt í hvernig heimurinn væri ef allir á jörðinni hugsuðu og hegðuðu sér alveg eins og íslendingar, og hefðu alltaf gert það?

 Pælið í þessu: Það væri ekkert Meyjarhof á Akrapólishæð. Spáið í því - hvað er gert við merkar fornmynjar á Íslandi?

Jú, það er farið með jarðýtuna á þær. Sjáði þennan undarlega torfkofa sem er ekki fyrir neinum? Sjónmengun, með jarðýtuna á hann.

Sjáið fyrsta bíóhús í Evrópu? Rífum það. (Gerðist í alvöru, flettið því upp.)

 New York væri ekki bara borg í einhverju fylki, heldur meiriháttar svæði sem næði frá Maine til Virginíu. Með ámóta þéttri byggð og Reykjavík, vegna þess að það er svo praktískt. Og engin neðanjarðarlest heldur.

Það væru ennþá miðaldir. Allt væri umvafið hrepparíg og vitleysu, þannig að ekkert nýtt kæmist að ef það væri annarsstaðar frá, og það sem birtist nýtt á hverjum stað gleymdist aftur sökum lítillar útbreiðzlu.

Heimur með bara meðal-íslendingum kæmist ekki langt.

Hér er einn meðal Íslendingur:

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli