Dagur 264 ár 9 (dagur 3549, færzla nr. 1243)
Hef ansi lítinn tíma til að dútla í þessu, en:
Búinn að redda, ísskáp, sem ég þarf að ná í á morgun.
Þvottavél, hún var fokkin þung.
Hamri.
Fullt af öðrum verkfærum.
Loftljósi - en bara einu. Fann það á háaloftinu, án peru. Það er eitthvað IKEA dót, sem ég veit ekki hvort virkar ennþá.
Vantar enn:
Gardínur.
Parket - það ku vera ódýrara að leggja bara nýtt oná það gmala en að reyna að pússa það upp.
Nútímalegri vask í baðherbergið.
Rúm. Held ég tékki bara á Reynistað. Hef lúmskan grun um að það sé ekki þess virði á nokkurn hátt að vera að eltast við þetta rúm sem enginn kannast við að eiga. Vinkona Jónu má þá bara eiga það.
Hugsunin er: það rúm er gamalt, það er vesen að ná í það, kostar 25.000 að flytja það yfir, á meðan gæti það tekið í sig dularfulla lykt, eins og diesel, fisk eða eitthvað þaðan af verra, og verður aldrei ásættanlegt.
Og...
Veit ekki hvort ég á að nenna að mála.
Svo hef ég verið að týna drasl úr herberginu, kassa á dag eða svo, og flytja í rólegheitunum uppá loft. Það léttir á seinna.