fimmtudagur, nóvember 28, 2013

Dagur 268 ár 9 (dagur 3553, færzla nr. 1245)

Sjáið þetta parket:


Sjáið þetta.


Og þetta, í hinu herberginu.  Hver gerir svona?  Ég hef aldrei séð parket lagt svona áður.

miðvikudagur, nóvember 27, 2013

Dagur 267 ár 9 (dagur 3552, færzla nr. 1244)

Ísskápurinn er fullur af bjór.  Háaloftið er fullt af málningu og parket afgöngum.

Gamal IKEA loftljósið virkar.

Það heyrist ekkert frá vinnunni, þannig að ég get líklega sett upp annað ljós á morgun.  Og reddað mér borvél.  Ég þarf eina slíka til þess að laga skápinn.

Hver var eiginlega að setja saman innréttinguna þarna uppi?  Sami gaur og lagði parketið, giska ég á.  Lamirnar eru minnst hálfan sentimetra frá því að passa.  Það gildir fyrir tvær hurðir.  Og enginn hefur nennt að laga þetta.

sunnudagur, nóvember 24, 2013

Dagur 264 ár 9 (dagur 3549, færzla nr. 1243)

Hef ansi lítinn tíma til að dútla í þessu, en:

Búinn að redda, ísskáp, sem ég þarf að ná í á morgun.
Þvottavél, hún var fokkin þung.
Hamri.
Fullt af öðrum verkfærum.
Loftljósi - en bara einu.  Fann það á háaloftinu, án peru.  Það er eitthvað IKEA dót, sem ég veit ekki hvort virkar ennþá.

Vantar enn:

Gardínur.
Parket - það ku vera ódýrara að leggja bara nýtt oná það gmala en að reyna að pússa það upp.
Nútímalegri vask í baðherbergið.
Rúm.  Held ég tékki bara á Reynistað.  Hef lúmskan grun um að það sé ekki þess virði á nokkurn hátt að vera að eltast við þetta rúm sem enginn kannast við að eiga.  Vinkona Jónu má þá bara eiga það.

Hugsunin er: það rúm er gamalt, það er vesen að ná í það, kostar 25.000 að flytja það yfir, á meðan gæti það tekið í sig dularfulla lykt, eins og diesel, fisk eða eitthvað þaðan af verra, og verður aldrei ásættanlegt.

Og...

Veit ekki hvort ég á að nenna að mála.

Svo hef ég verið að týna drasl úr herberginu, kassa á dag eða svo, og flytja í rólegheitunum uppá loft.  Það léttir á seinna.

laugardagur, nóvember 16, 2013

Dagur 256 ár 9 (dagur 3541, færzla nr. 1242)

Allt í lagi, búinn að skoða þetta betur.  Nú vantar bara nokkra hluti:

Ísskáp, vegna þess að ég hef ekki áhuga á að lifa á þurrmat eingöngu.
Þvottavél, vegna þess að ég nenni ekki að láta aðra þvo af mér.  Það er miklu meira vesen en það hljómar.
Gardínur.  Vegna þess að ég sef oft á daginn.
Hamar.  Allir þurfa einn.
Loftljós.
Nútímalegri vask í baðherbergið.  Vegna þess að ég er ekki alveg sáttur við heitt EÐA kalt vatn.

Sé til með parketið.  Allt parket í þessu húsi er rangt.  En það gæti verið að hægt sé að lappa uppá þetta sem er niðri.  Þetta sem er uppi... ég tek bara mynd af því við tækifæri og set upp hérna.

Já...

Ég á garðhúsgögn, og ónýtt grill.  Jibbý.

þriðjudagur, nóvember 12, 2013

Dagur 252 ár 9 (dagur 3537, færzla nr. 1241)

Ég held að síminn sé á síðasta snúning.  Hann hefur tekið uppá því að slökkva á sér alveg sjálfur.  Einmitt þegar mikilvægt fólk þarf að ná í mig.

Ef þetta væri bara liðið sem vill að ég kaupu hergögn fyrir Kamerún, eða vill að ég skifti um símafyrirtæki, þá væri þetta allt í lagi, en, það er ekki alltaf svo.

Ég hef grun um að hann sé einmitt að slökkva á sér við það að fá SMS.  Veit ekki af hverju hann ætti að gera það, en hann hefur gert það tvisvar núna, á einmitt þeim tíma sem ég bjóst við að fá SMS, svo mig grunar það.

Helvítis drasl, dugir ekki einu sinni í 10 ár.


Fæ annan í vikunni.  Sé til hvernig sá endist.  Nei, það er ekki hægt að fá nein öpp í hann.

fimmtudagur, nóvember 07, 2013

Dagur 247 ár 9 (dagur 3532, færzla nr. 1240)

Ég fæ víst afhent aðeins fyrr... hef frekar lítinn tíma fyrir það, reyndar. Vaktir.

Þá get ég farið að týna dót þangað á föstudag-laugardag. Get t.d losað mig við þetta sjónvarp. Jafnvel tvö. Og bókakassana. Fer ekki að þvælast með húsgögn fyrr en vaktirnar hætta.

Það er svo nóg af dóti hér uppi sem ég á ekki, og er þar af leiðandi ekki að fara að taka með mér. Þetta herbergi var háaloftið á meðan ég var í borg Óttans. Og hætti því aldrei.

Ég á þá tvö bílastæði. Sem er gott, því ég á bara einn bíl. Þarf að pæla í internetinu á næsta ári, sennilega. Til að geta sóað tíma í vitleysu.