mánudagur, janúar 08, 2018

Dagur 309 ár 13 (dagur 5057, færzla nr. 1595)

BL sýnist mér hafa árvisst tilboð.  Skoðum:

Nú er hægt að fá 4 týpur á undir 2 milljónum:

Hyunda i10, og svona eins og Guðlaug á: I20.


Svona.  Þetta er einhver dolla með 1200 vél.

Svo er Nissan Micra, sem mun hafa 1 liters mótor, og lítur út eins og geimskip:


... eða rotta.

Og svo Renault Clio:


Held þessi sé dísel, svo... nei.  Annars skiftir það litlu fyrir bíl sem þarf ekki að endast nema 8 ár... miðað við afföll uppá 250K á ári.

Það er hinsvegar ekki glasahaldari í neinum af þessum, og ég hef efni á meira, svo skoðum það sem við fáum á 2-3:

Nissan Juke á 2.9 - dísel, svo nei.
Nissan Pulsar á 2.5.
Hyundai i30 á 2.8
Renault Kango á 2.5 - bara nei.
Renault Captur á 2.5 - dísel, svo nei.
Renault megane sport á 3 - dísel, svo fokk nei
Renault normal megane á 2.8 - sama vandamál

Hærra fer ég ekki.

Af þessum sýnist mér mest varið í Nissan Pulsar, því sá er sagður vera með glasahaldara.  Það, og það er beisiklí sami bíll og Quashquai, nema lægri.

Hvernig er að keyra hann?  Veit ekki, en hann getur varla verið verri en Toyota Auris.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli