þriðjudagur, júní 29, 2004

Dagur 118:

Forsetakosningar. Hve margir tóku þátt í þeim? Margir, flestir reyndar. En sumir nenntu ekki að mæta.

Og nú túlka ég úrslitin:

35% er alveg nákvæmlega sama hver er forseti, eða hvort það er forseti á annað borð.

10% vilja nýjan forseta, hvort heldur sem þeir eru leiðir á þeim gamla, eða hvort þeir vilja bara forseta sem er með meiri tómat.

40% eru sáttir við grísinn, eða vilja áframhaldandi erjur milli hans og stjórnar (kannski 1-5%).

Restin vill A: ekki sjá neinn forseta, eða B: þykir forseti í lagi sem slíkur, en treystir bara ekki ÞESSUM mönnum fyrir embættinu. Og er hægt að lá þeim? Valið stóð á milli komma sem segir bara "Þið eruð svo falleg", gamalmennis sem segir bara "þið eruð svo falleg", og hálfbilaðs manns sem segir bara "verði friður".

Urrg.

Hvernig væri að hafa forseta sem situr heima, og leofar okkur, fólkinu, að segja meira um það sem fer fram í pólitík?

Hvernig væri að lofa okkur að kjósa um kvótakerfið? Það er mikilvægt.

Hvernig væri svo að gera fjármál stjórnmálaflokkanna opinber? Við höfum heimtingu á að fá að vita hver stjórnar landinu, er það ekki? Fimmta valdið, þið vitið, gaurarnir sem múta stjórnmálamönnunum.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Dagur 112:

Fyrsti maðurinn sem fór á eigin vegum út í geiminn lenti um daginn. Á mjög svo Tinnalegu geimskipi. Gerðu þeir þetta viljandi? Að láta það líta út eins og props úr 50's speis mynd?

Þetta var stórmerkilegt. Kostaði vel yfir 20 milljón $. Hvað kostar Kólombía skuttlan? 200 milljón $? Ja, meira en þessi Tinnaflaug þeirra.

Hmm. Hvenar ætli þeir fari að selja ferðir? Til tunglsins? Kannski seinna. Fyrst þurfa þeir að koma þessu apparati sínu á sporbaug. Hver veit, kannski gæti ég komist í vinnu á vellinum þarna uppi?

Og í gær droppuðu einhverjur jólasveinar Volvó úr 30 metra hæð, til að simuleita hvað myndi gerast ef Volvó steisjon lenti í hörkuárekstri við bílaplan sem kæmi að neðan á ofsaferð, ölvað. Flott show.

Þessi bílaplön... það er ekki hægt að treysta þeim með víni.

sunnudagur, júní 20, 2004

Dagur 109:

Djöfull var liðið hávært þarna í gær. En maturinn var góður. Hefði getað sleppt rauðvíninu þó. Rauðvín fer hræðilega illa með öllum mat... nema kannski súkkulaðiköku. Já.

Slapp þó við þynnku í dag, sem er gott. Hvað ætli það séu margir þarna úti sem sluppu ekki?

Svo er spurning, hvort ég kem til með að mæta næst, þ.e. ef það verður eitthvað næst. Ég efast um það.

föstudagur, júní 11, 2004

Dagur 100:

Að ég skuli nenna þessu...

Sól og blíða úti. Hiti. Ekkert á seyði á vellinum. Borðandi piparpúka, eða hvað í djöflinum sem þetta eiginlega er, ópal velt uppúr snöffi eða eitthvað... gott stöff samt.

Langar í hamborgara. Spurning að fara í matartímanum og verzla einn. Góður hamborgari þarf að vera löðrandi í hamborgarasósu sem lekur niður á fingur, fitugur, með eða án osts. Það er spurning um hve mikið prótein maður vill innbyrða. Gott er að fá franskar með.

Og gos. Kók er nektar helvítis guðanna.

sunnudagur, júní 06, 2004

Dagur 95:

Það var nú meira ferðalagið á mér í gær. Fór upp á land, með einhverri aukavél. Hún var tóm. Og hvað gerist þegar aukavélar fara tómar til baka? Ég fékk að sjá suðurlandsundirlendið nánar en oftast. Ég sver að ég sá hvíturnar augunum á þessum beljum og rollum.

Jæja. Hvenar verður svo þessi þjóðaratkvæðagreiðzla sem er búið að lofa mér? Loksins eiga íslendingar að vera lýðræðislegir! Aha! Eins og indverjar. Við erum þarna aftar, með Norður kóreumönnum og Kínverjum. Indverjar eru langt á undan okkur, vitiði. Bandaríkjamenn líka. Í USA er hægt að kjósa menn úr embætti, eins og ar einmitt gert í Kalíforníu fyrir skömmu. Sniðugt. Okkur vantar svona. Svona lýðræði. Já. Þá verðum við kannski jafn þróuð sem þjóð og þessir negrar í afríku, með flugur í augunum. Afhverju eru þeir annars á hærra pólitísku stigi en við?

Vegna þess að íslendingar eru fífl? Mig grunar það. Það eru mafíur sem rúla hérna. Þær heita stjórnmálaflokkar á íslensku.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Dagur 91:

Aftur veður. Of gott til að hanga inni og krota á eitthvert blogg.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Dagur 90:

3 mánuður. Frábært.

Sáuði þoturnar annars? Gaman af þeim. Þær hurfu reyndar fljótt í skýin. Það er of skýjað. Það veldur miklum gróðurhúsaáhrifum. Það er miklu hlýrra en það væri annars.

Það er of skýjað til að horfa á þotur. Spurning væri að fá þoturnar til að fljúga lægra. Þá sæi maður þær betur.

Sá einusinni þotur fljóga hjá vellnum. Þær komu inn, hver eftir annarri, og tóku svo 90° beygju upp, og stungu göt á skýin fyrir ofan. Flott.

En hvað ætli þessar þotur séu að gera? Koma heim eftir sprengjuárás á færeyjar? Vafamál. Kannski er alkaéda sella í færeyum. Hver veit.