miðvikudagur, júní 23, 2004

Dagur 112:

Fyrsti maðurinn sem fór á eigin vegum út í geiminn lenti um daginn. Á mjög svo Tinnalegu geimskipi. Gerðu þeir þetta viljandi? Að láta það líta út eins og props úr 50's speis mynd?

Þetta var stórmerkilegt. Kostaði vel yfir 20 milljón $. Hvað kostar Kólombía skuttlan? 200 milljón $? Ja, meira en þessi Tinnaflaug þeirra.

Hmm. Hvenar ætli þeir fari að selja ferðir? Til tunglsins? Kannski seinna. Fyrst þurfa þeir að koma þessu apparati sínu á sporbaug. Hver veit, kannski gæti ég komist í vinnu á vellinum þarna uppi?

Og í gær droppuðu einhverjur jólasveinar Volvó úr 30 metra hæð, til að simuleita hvað myndi gerast ef Volvó steisjon lenti í hörkuárekstri við bílaplan sem kæmi að neðan á ofsaferð, ölvað. Flott show.

Þessi bílaplön... það er ekki hægt að treysta þeim með víni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli