laugardagur, september 04, 2004

Dagur 185:

Og þá er ég kominn til RKV. Aftur. Fór með bílinn í herjólf kl. 7.45. Með farangurinn. Herjólfur fór 8.15. Ég fór kl.9.00 með flugi. Það kom slík demba rétt eftir að vélin var lent, að slíkt hefi ég aldrei séð áður innan landsteinanna.

Á leiðinni til RKV, sá ég herjólf göslast áfram í rólegheitunum.

Fór með frænda í Þorlákshöfn. Kom á undan dallinum.

RKV hefur breyst nokkuð síðan seinast. Fleiri hús. Hringtorg þar sem ekki var áður, vegaframkvæmdir... Reyndar eru framkvæmdir rétt hjá þar sem ég bý, þar sem þeir eru að breyta hlutunum í það sem þeir voru áður en þeim var breytt seinast. Fíflagangur.

Útvarpið datt úr sambandi um daginn, svo nú heyri ég veghljóðin betur. Ég vissi ekki að það ýlfraði svona í dekkjunum þegar ég beygi...

Og hvað nú?

Skal ekki segja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli