fimmtudagur, september 23, 2004

Dagur 204:

Heyrði af bíllausa deginum í kvöldfréttum sjónvarps. Hefði trúlega keyrt meira ef ég hefði vitað af honum. Hvernig annars dettur þessu líði í hug að einhver sem á annað borð eigi bíl fari að heiman án hans? Býr þetta lið kannski ekki í Borg Óttans?

Seinast þegar ég tók strætó, þá var sko farið með mig lengri leiðina. Svo var ekið yfir á rauðu nokkrum sinnum, og uppi á gangstétt, og svo á einum stað fór ökumaðurinn afturí til að rabba við farþega, og þar dvaldi hann í um 10 mínútur.

Já. Strætó. Það er í einokunarbissness.

Og nú, aftur vaknaður of snemma, langar til að vera - í einhverju öðru ástandi, helst sofandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli