sunnudagur, desember 04, 2005

Dagur 271 ár 2 (dagur 636, færzla nr. 342):

þá er ég búinn að skrifa 18-20% af BA ritgerðinni. Þarf að finna annaðhvort meiri staðreyndir, eða meira padding. Ég veit það eru fleiri staðreyndir þarna úti. Padding er til eins mikið af og ég nenni að skrifa.

***

Amma er byrjuð í jólaskrautinu. Og hreingerningunum. Hafði prílað upp á borð þegar ég fór. Var líka búin að setja seríu í einn runna. Og er núna með jólaöl. Djöfull er það annars dýrt, þetta jólaöl, hátt í 400 kall fyrir 2.5 lítra. Það er næstum 160 kr lítrinn. Hvað er svona dýrt við þetta?

Þegar ég hugsa til þess að í danmörku kostar dós af bjór um 30kr, og danir fara til Þýskalands til að kaupa ódýrari bjór, þá botna ég ekki í hvað 2.5 lítrar af vangerjuðu öli geta kostað.

Verð að gera mitt eigið næst. Fullgerjað.

***

Og hvað nú? 1 próf eftir. 1 tími eftir. Hmm... hvað geri ég af mér þangað til? Skrifa BA ritgerð, náttúrlega. Verð að finna einhvern til að angra með henni samt. Þetta mun líklega verða mjög undarleg BA ritgerð. Þið mynduð ekki þekkja mig ef það væri einhvernveginn öðruvísi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli