miðvikudagur, september 06, 2006

Dagur 182 ár 3 (dagur 912, færzla nr. 447):

Ég hef verið að velat fyrir mér:

Hvað eru lágvörumarkaðir? Það er augljóst; það eru markaðir sem selja lágvörur. Samkvæmt auglýsingu eru lágvörur alltaf á ódýrum verðum, sem er annað sem veldur mér smá vanda.

Í fyrsta lagi: hvað eru lágvörur, og svo; hvað kosta ódýr verð?

Lágvörur; eru það lélegar vörur, eða eru þær bara hafðar á gólfinu, eða undir hillunum? Eru það kannski sérlega lágar vörur, þá eins og lágir kollar, lág glös osfr? Ég veit ekki. En RKV er víst full af verzlunum sem höndla með svona hluti.

Ódýr verð: þýðir það að ég þurfi að borga lítið fyrir að fá að kaupa eitthvað ódýrt? Eða eru þeir að selja verðmiðann? Eða ef ég kaupi mér verð, td. 4 milljónir, get ég þá sett það á eitthvað, td. penna, og selt þennan penna á 4 milljónir?

Ekki veit ég hvað ég ætti að gera við verð. Hvar myndi ég geyma það?

En verð hljóta að vera einhversstaðar, sem sést besta á því að lágvörur eru oft á ódýru verðum. Reyndar þegar ég hugsa út í það hef ég aldrei heyrt að lágvörur hafi verið á dýrum verðum. Kannski eru bara hávörur á slíkum verðum.

Hvað ætli dýrt verð kosti? Í því sambandi, hvað er há-vara? Mér dettur í hug ljósakróna... eða eitthvað sem maður kaupir um borð í flugvél. Hlýtur að vera.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli