sunnudagur, september 17, 2006

Dagur 193 ár 3 (dagur 923, færzla nr. 450):



Nú er loksins gaman af þessum páfa. http://www.telegraph.co.uk/ : Senior Vatican officials tried to damp down fury over the speech in which the Pope quoted from a medieval text saying that the Prophet Mohammed had brought the world "only evil and inhuman" things.

og svo seinna: "We want a personal apology from the Pope," said Mohammed Habib, the deputy leader of Egypt's Muslim Brotherhood. A cleric linked to Somalia's powerful Islamist movement last night called for Muslims to "hunt down" and kill the Pope.

(úr http://www.dailystar.com.lb 17 sep. 2006)

BEIRUT: Muslim leaders around the world on Friday unanimously condemned Pope Benedict XVI's statements linking Islam to violence, triggering protests and demands for a personal apology from the pontiff. "We do not accept the apology from Vatican sources, and ask him [Benedict] personally to offer an apology to Muslims for this false reading of Islam," Lebanon's most senior Shiite cleric, Mohammed Hussein Fadlallah, said in Friday prayers.

***

Fadlallah said the pope's words "showed he lacked basic scientific knowledge about Islam, which is founded on reason. We urge the pope to understand Islam better and not succumb to the propaganda led by Jews and imperialists against Islam."


Þessi Fadlallah gaur er líka mjög umburðarlyndur gagnvart öðrum trúarbrögðum.

Já. Þetta eru sömu gaurarnir og móðguðust vegna nokkurra teikninga hér um daginn. reyndar þá frétti ég um daginn að einn af gaurunum sem komu því af stað, múslimaklerkur sem býr í Danmörku, býr enn í Danmörku.

Athyglisvert. Það hefði verið virkilega flott múv að reka hann úr landi. Hann virðist hættulegur friði í heiminum, sýnist mér.

En aftur að efninu: Páfi mun hafa vitnað í miðaldatexta þar sem stendur að ekkert gott hafi nokkurntíma komið frá Múhameð. Þetta mál snýr að mér svona eins og ef ég hefði tekið að mér að lesa uppúr Mogganum að ekkert gott hefði komið frá Jóhannesi í Bónus, og þá í framhaldi af því hefði ég verið bannaður í öllum baugsverzlunum, og úthrópaður sem andkapitalisti.

Ég spyr: má þá ekki einusinni vitna í texta þar sem sagt er að Heilagi Mummi hafi verið þrjótur öðruvísi en að allt heila múslimabatteríði brjálist?

Gefum okkur nú, í öllu raunsæi að ekki allir múslimar séu svona. (Það getur ekki verið, það væri svona eins og að segja að allir Vestmannaeyjingar væru í Betel, eða allir betelingar hangi fyrir utan krónuna í frístundum sínum og tilkynni vegfarendum að þeir fari beint til vítis - sem hefur víst alveg átt sér stað). Hvernig er þá að búa í þessum löndum? Þurfa að vera bendlaður við þessa brjálæðinga?

Ég yrði ekki sáttur. Þú?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli