þriðjudagur, apríl 17, 2007

Dagur 40 ár 4 (dagur 1135, færzla nr. 537):

Og í gær var ég angraður með stórfrétt um einhvern jólasvein sem hafði rölt inn í herbergi og skotið fullt af fólki.

Í Bandaríkjunum. Annan hvern mánuð gerist eitthvað svona. Sem fær mig til að hugsa: Það er verið að ljúga að mér. Það er alltaf verið að segja að það sé allt fullt af byssum í USA, og þar sé súper auðvelt að verða sér úti um byssu, og öll menningin gengur út á byssur; hinn venjulegi kani er með byssu í hvorum vasa, eins og Lord Byron.

Og svo kemur einhver með byssur, og labbar um og nær að drepa 30 manns. Hvar voru allar þessar byssur? Undir rúmi? Ekki voru þessir 30 með neina, það er nokkuð ljóst.

Nei, mig er farið að gruna að bandaríkjamenn eigi ekkert margar byssur. Þetta séu bara einhverjir sérvitringar sem eigi allar þessar byssur, og aldrei er skotið á þá. Því þeir hafa byssur. Maður sér aldrei neinn ráðast á Charlton Heston, er það? Það skaut heldur aldrei neinn á Lord Byron, og þó var hann ljóðskáld.

Það eru enn innan við 10 ár síðan ég frétti að það væru fleiri morð framin í Svíþjóð en USA. Per 100.000, sko. Þeir nota sko axir. Því þeir eru ekki framar á merinni en það.

Mér virðist sem 45% af fréttum sé lygi, 45% sé rangtúlkun á sannleikanum og 10% sé uppfyllingarefni. Pöndur og svona.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli