sunnudagur, maí 13, 2007

Dagur 67 ár 4 (dagur 1162, færzla nr. 548):

Sjáum nú til, ég spáði að kosningarnar færu svona: "D fær 40%, S fær 25%, VG fær 10%, F fær 7-8%, B fær 10%" (1.1.07 - skoðið bara sjálf). Og hvernig fór? Jú, einhverjar Serbneskar lessur unnu þetta!

Nei annars: D fékk 36,6%, S fékk 26,8%, VG fékk 14,3%, F fékk 7,2%, B fékk 11,7 og I fékk 3,3%, en ég gerði ekki einusinni ráð fyrir þeim flokk.

Sem sagt, það skeikaði ekki nema 3,4 á D, 1,8 á S, 4,3 á VG, 1,7 á B og ég var með F nokkurnveginn rétt. I var hinsvegar 100% rangt, þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim flokk. Nálægt...

En hvað um það. Mér heyrðist að einhverjir hefðu verið að stroka Árna Johnsen af listanum. Hvað á það að þýða? Það er fullt af fólki á D lista sem má alveg stroka út; Solla á Gullkamrinum, Björn Bjarna, Þorgerður "Ljóska" Katrín; og þeir strika yfir Árna? Hvað er að? Þetta fólk er sko ekki af suðurlandi, það er ljóst! Ef svo er, eru það svikarar. Að strika yfir eina manninn í flokknum sem gerir eitthvað af viti? Svei! Svei svei svei!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli