þriðjudagur, júlí 10, 2007

Dagur 125 ár 4 (dagur 1220, færzla nr. 564):

Í ár eru 60 ár síðan Kalashnikov-riffillinn fór í framleiðzlu. Það var, eins og talnaglöggir einstaklingar hafa tekið eftir, árið 1947. Sem er einmitt ástæða þess að tækið heitir AK-47, sem stendur fyrir Avtomat Kalashnikova. Samkvæmt mínum heilimdum þýðir "Kalashnikov" Málarastrigi.



Þetta er venjulegur AK Riffill, caliber 7.62x39.



Þetta er 7.62x39 skot. Ekki rugla því saman við 7.62x51 (aka .308) sem er töluvert öflugra, eða 30.06, sem er það sama og 7.62x51, bara með lengra brass.

Þetta er stórmerkilegt kaliber, því af öllum þeim skotfærum sem hefur verið plaffað í gegnum tíðina, hafa fá verið notuð til jafn-margra víga og þetta. Aðallega af Rauðu Khmerunum, grunar mig. Reyndar er skuggalega stór hluti þeirra sem farast eftir að hafa fengið svona skot í gegnum sig óvopnaðir. Sem orsakast af því að þetta vopn fyrirfinnst oftast í höndum kommúnista. Þeir eru mikið fyrir aftökur.

Skot fyrir skot er .308 sennilega banvænna - því það er meiri orka á bakvið það, og .22 er mjög banvænt (það er á því eðlileg skýring sem ég nenni ekki að fara út í núna), en þökk sé hverjir það eru sem hafa venjulega kalashnikov riffla í höndunum, þá á þetta metið.

Nú, hinn herriffillinn er Stoner M-16 (AR-15, Colt M-16... blah). Það er sjálfvirkur varmint-riffill, ekki nema 5.56 mm, og hefur þann kost helstan að drífa í gegnum fleyri lög af kevlar en AK-47. Ég held það séu 2 SWAT kallar sem maður getur skotið í gegnum, á móti bara einum ef maður notar AK.

En M-16 á ekkert í AK-47, því A: það eru amk 3 AK-47 á hvern einn M-16 í heiminum, eða um 60 milljónir, og B: einungis Ameríkanar fá að eiga svoleiðis... og Svisslendingar. Og Ísraelar. Allt mikið friðsemdarfólk. Og C: 5.56? Fólk er medium game! Á það þarf eitthvað aðeins stærra.

Auðvitað er AK-47 ekkert fullkomið tæki. Þeir eru frekar stórir og þungir, og þykja ekki mjög nákvæmir. Ekki misskilja, þetta eru engar haglabyssur. Af 100 metra færi á góður maður að hitta það sem maður miðar á. Vandinn er að eigendurnir eru yfirleitt ekkert góðir menn...

En þar sem hönnunin er sú áreiðanlegasta í heimi, þá hafa önnur lönd tekið hana og lagfært aðeins:



Zastava M 70. Framleitt af sama fyrirtæki og smíðar asnalega bílinn í N1 auglýsingunni. Og er miklu áreiðanlegra tæki en bíllinn í N1 auglýsingunni, og miklu betri sem riffill en bíllinn sem bíll yfir það heila.



Valmet M 62. Finnska útgáfan. Miklu nákvæmari.



og svo er þetta Galil, en mér skilst að það sé með Valmet hlaupi, kaliber .308. Aftur, miklu nákvæmari riffill, miklu betur smíðaður og öflugri. Maður getur skotið gegnum 3 SWAT kalla með 7.62x51.

Árið 1974 reyndu Sovétmenn sjálfir að lagfæra riffilinn, og hafandi séð M-16 riffla, vildu þeir gera svoleiðis, og fundu upp nýtt skot, 5.45 mm, og notuðu það til að smíða AK-74. Sem kom á daginn að var jafn deadly og loftriffill. Það sáu þeir í Afganistan, þegar það kom í ljós að það þurfti 15 skot til að stöðva Múdjahaddín stríðsmann. Bömmer. Það hafði áður þurft 3-5. 5.45 komst samt miklu betur í gegnum brynvörn.

Jamm. AK-47. Allir ættu að eiga einn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli