mánudagur, júlí 23, 2007

Dagur 138 ár 4 (dagur 1233, færzla nr. 568):

Í eggjaköku er gott að nota 2 egg - 3 ef þau eru mjög lítil. Finnst mér. Of mörg egg eru ekki til bóta. Svo setur maður út í þetta hveiti - ekki alveg bolla, en megnið úr einum, með smá mjólk. Þetta skal allt kryddast með season all, eða salti og pipar, eða salti, pipar, karrý, chili, (hinu og þessu sem finnst uppí skáp) og season all.

Þetta þeytist allt saman þartil blandan er ekki lengur kekkjótt.

Það er gott að hita helluna á meðan á blöndun og þeytingu efnanna stendur. Svo setur maður annaðhvort á pönnuna smjörlíki eða olíu, skiftir ekki máli hvort, bara það sé ekki svo mikið af því að það fljóti um einsog eiithvert stöðuvatn, og gumsið hverfi á kaf í það og djúpsteikist. Ef það gerist veit maður að maður er með stórlega alltof mikið smjör/olíu.

Einnig skal hitanum stillt í hóf, of mikill hiti veldur því að kakan brennur að utan en verður áfram hrá og slepjuleg að innan, sem er ekki mjög listaukandi.

Gott er að notast við sæmilega stóra pönnu - svona rétt undir feti í þvermál - þá passar kakan á disk, og verður nógu þunn til að bakast í gegn á skikkanlegum tíma ognógu þykk til að hægt sé að snúa henni við.

Þegar kakan er orðin þurr að ofan má snúa henni við. Hún er ekkert endilega brúnuð þá, en hún er vissulega heit í gegn. Hún þarf að vera "á hvolfi" í 2-3 mínútur, svo skal henni hent á disk.

Þetta er einstaklega gott með tómatssósu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli