sunnudagur, júlí 06, 2008

Dagur 124 ár 4 (dagur 1584, færzla nr. 697):

Lát oss sjá...

Í fyrra lagðist húsnæðislánamarkaðurinn í USA á hliðina þegar það varð ljóst að þeir sem höfðu tekið lán höfðu ekki efni á að greiða afborganirnar af þeim. Á sama tíma hækkar verð á olíu jafnt og þétt vegna stríðs í og í nágrenni flestra olíuframleiðzluríkja, spákaupmennsku þess hve kínvejar virðast tilbúnir til að greiða fyrir vökvann; og vegna þess hve olía er nytsamlegt efni hefur það miklu víðtækari áhrif en flestir virðast gera sér grein fyrir; verðbólgan eltir olíuverðið.

Ofan á allt saman vilja ráðamenn vestrænna ríkja leggja á eitthvað sem heitir "losunargjald." Það mun hækka verð á allri iðnaðarframleiðzlu sem því nemur, aukandi enn á vaxandi kreppu - það sem verra er, flugfélögin gætu tekið upp á því að fara á hausinn, það er meira að segja mjög líklegt, þau eru ekki beint rekin með stórfenglegum hagnaði eins og er.

Sem þýðir kreppa.

Svo var ég að horfa á BBC um daginn. Þá sá ég þetta. Það var ágætis "ó-fokk" móment.



Sniðugt, ha?

Og hvað er að þessu, myndu einhverjir spyrja. Nú, finnum upplýsingar um herstyrk breta: Það eru 101.000 manns í hernum; þar af 940 í hljómsveitinni. Jamm. Það þarf að spila músík þegar það er verið að fægja handsprengjurnar.

Flotinn: 4 flugmóðurskip - þar af eitt spes fyrir þyrlur, 8 hraðskreið fylgdarskip af minni gerðinni, 17 af stærri gerðinni, 2 þurrkvíar, 16 tundurduflaveiðarar, 23 eftirlitsbátar, 5 "survey" bátar, 13 kafbátar og þrír bátar og skip sem mig grunar að séu bara brotajárn.

Þetta er nóg til að valta hressilega yfir Frakka, sem hafa bara eitt flugmóðurskip og eitt undir þyrlur, 31 fylgdarskip, (destroyer, corvettur & freigátur) og 6 kafbáta.

Að vísu hafa fransmenn meira en tvöfalt fleiri í infantríinu. Bundeswehr hefur einungis tvöfalt fleiri. Miðað við þær mjög svo slöppu uplýsingar sem ég hef. Rússar eru með meira en einn hermann á hvern Íslending.

Fjandinn hafi þessa sauði, Rússar gætu rústað þessu öllu með einungis svartahafsflotanum.

Málið er þetta: til þess að berjast við tæknivæddan óvin þarf tæknilegt vopn. Sem fær mig til að hugsa... hver er þessi tæknivæddi óvinur? Ekki eru þessir hellisbúar sem allir eru að henda sprengjum í núna mjög tæknivæddir. Allt þeirra kerfi vinnur gegn auðsöfnun sem gæti gert þeim kleyft að búa sér til almennilegan flota af nokkru.

Og það er vaxandi kreppa. Það er nóg við peningana að gera annað en að búa til risa-bát sem étur peninga. Hvað er málið?

Mér verður hugsað til kreppunnar 1929, vígbúnaðarins milli stríða og hins mjög svo skemmtilega partís sem fylgdi. Það hafa verið skrifaðar bækur, gerðar kvikmyndir og tölvuleikir um þau veizluhöld.

Og nú höfum við kreppu með vígbúnaði, og...

Íran.



Merkjum nú inn Írak, Afganistan, Tyrkland og Pakistan, allt með eða undir hæl USA:



Íran, umkringt.

Þarna er ljóst að auðvelt er að gera innrás í landið af landi úr tveimur áttum, á meðan létt verður að henda sprengjum á það mitt úr lofti. Með því að nota flugmóðurskip.

Mér er ekki fulljóst hvernig múslimum um allan heim líst á það. Eða kínverjum.

Við komumst að því einhverntíma á næsta ári. Einhverntíma í framhaldinu verður svo WWIII. Sem minnir mig á það...

Þarf matt svart sprey og kengúrugrind á bílinn...



Þessi bíll hefur víst sæti fyrir 6!



The ultimate pimpmobile.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli